Goðasteinn - 01.09.1997, Blaðsíða 216
ANNÁLAR
Goðasteinn 1997
Sveitarfélög
Umhverfísverðlaun 1996
Árið 1996 fengu eftirtaldir umhverf-
isverðlaun í Hvolhreppi: Erla Jónsdóttir og
Kristján Magnússon, Hvolsvegi 27,
Hvolsvelli og Einar Árnason og Hulda
Sigurlásdóttir, Vallarbraut 8, Hvolsvelli.
Leikskólinn Örk
Starfið á leikskólanum gekk vel undir
forystu Bergljótar Hermundsdóttur, leik-
skólastjóra. Gyða Óladóttir, leikskólakenn-
ari fór í framhaldsnám haustið 1996, sem
stendur fram til vors 1997. Á árinu var sér-
stök áhersla lögð á leiki í skólanum, þar
sem sköpunarþörf og hugmyndaflug
barnsins birtist í ýmsum leikjum þess.
Skólinn var vel sóttur, en nokkuð hefur
færst í vöxt að börn úr nærliggjandi sveit-
um sæki skólann.
Hvolsskóli
Hvolsskóli er rekinn af fjórum sveitar-
félögum, Hvolhreppi, Fljótshlíðarhreppi,
Austur-Landeyjahreppi og Vestur-Land-
eyjahreppi.
Skólastarf Hvolsskóla var með hefð-
bundnum hætti og gekk vel. Alls stunduðu
175 nemendur nám við skólann. Tón-
menntakennsla hefur verið stóraukin við
skólann. Sérdeild starfar nú við skólann og
rekinn er tilraunaskóli í samvinnu við
Fjölbrautaskóla Suðurlands og mennta-
málaráðuneytið.
Foreldra- og kennarafélag skólans hefur
starfað vel. Eitt af því sem félagið stendur
fyrir er að gróðursetja trjáplöntur í ná-
grenni skólans, en það hefur félagið gert í
nokkur undanfarin ár með góðum árangri.
Foreldraráð hefur verið stofnað við skól-
ann eins og lög gera ráð fyrir.
Þann 1. ágúst tóku sveitarfélögin alfarið
yfir rekstur grunnskólans og í kjölfarið
gerðust kennarar starfsmenn sveitarfélag-
anna í stað ríkisins. Sú breyting hefur farið
vel af stað. Skólastjóri Hvolsskóla er
Unnar Þór Böðvarsson og aðstoðar-
skólastjóri Halldóra Magnúsdóttir.
Tónlistarskóli Rangæinga
Starfsemi Tónlistarskóla Rangæinga er
samvinnuverkefni á héraðsvísu. Þar er
mikið starf unnið og eru höfuðstöðvar
skólans að Hvolsvegi 31, Hvolsvelli. Auk
náms á hin ýmsu hljóðfæri hefur verið
starfrækt söngdeild við skólann undanfarin
ár sem lífgar mjög upp á allt tónleikahald
skólans. Þá hefur samvinna Tónlistar-
skólans og grunnskólanna í sýslunni aukist
í tengslum við svokallaðan forskóla í tón-
list.
Skólastjóri Tónlistarskóla Rangæinga
er Agnes Löve.
Félagsheimilið Hvoll
Áfram var unnið að endurbótum á
Hvolnum. Snyrtiaðstaða í aðalanddyri var
endurnýjuð. Rekstur félagsheimilisins
hefur verið með hefðbundnum hætti og
setja íþróttir nokkuð mark sitt á starfsem-
ina þar svo sem verið hefur, en breyting
verður á því á miðju ári 1997 þegar
íþróttahúsið tekur til starfa.
Félagsmiðstöðin Tvisturinn
Unnið var að endurbótum á húsnæði
félagsmiðstöðvarinnar en innrétting á lofti
miðstöðvarinnar er nú lokið. Fyrri hluta
ársins gegndi Finnur Bjarki Tryggvason
starfi forstöðumanns, en síðari hluta ársins
tóku 10. bekkingar Hvolsskóla, ásamt
foreldrum að sér forstöðuna. Starfsemi
félagsmiðstöðvarinnar var með hefðbundn-
um hætti, auk þess sem bryddað var upp á
nokkrum nýjungum. Aðsókn að félagsmið-
stöðinni var góð.
Atvinnumál
Eins og fram hefur komið hefur
atvinnuástand í hreppnum verið allgott.
Stærsta fyrirtæki er sem fyrr Sláturfélag
-214-