Goðasteinn - 01.09.1997, Side 253
Goðasteinn 1997
ANNÁLAR
íþróttafélög
Iþrótta- og ungmennafélög í
Rangárþingi
Eftirfarandi ungmennafélög starfa í
Rangárþingi, og eru þau öll félagar í HSK,
Héraðssambandinu Skarphéðni:
íþf. Garpur, Asahreppi, Holta- og Land-
sveit.
Umf. Asahrepps.
Umf. Baldur í Hvolhreppi.
Umf. Dagsbrún, A.-Landeyjum.
Umf. Eyfellingur, A.-Eyjafjöllum.
Umf. Framtíðin í Djúpárhreppi.
Umf. Hekla á Rangárvöllum.
Umf. Ingólfur, Holtum.
Umf. Merkihvoll, Landmannahreppi.
Umf. Njáll, V.-Landeyjum.
Umf. Trausti, V.-Eyjafjöllum.
Umf. Þórsmörk í Fljótshlíð.
Frásagnir af starfi félaganna á árinu
1996 fara hér á eftir.
Iþróttafélagið Garpur
Aðalfundur félagsins var haldinn 20.
janúar 1996 og var hann ágætlega sóttur.
Þar sem allir sem áttu sæti í stjórn gáfu
kost á sér áfram urðu engar breytingar á
skipan hennar. Iþróttamenn í hverri grein
sem keppt var í á árinu voru heiðraðir og
voru þeir 5 talsins.
í stjórn eru: Ágústa K. Hjaltadóttir
Rauðalæk formaður, Kristinn Guðnason
Þverlæk gjaldkeri og Margrét Teitsdóttir
Flagbjarnarholti ritari. Meðstjórnendur:
Engilbert Olgeirsson, Ketill Gíslason, Páll
Georg Sigurðsson og Teitur Ingi
Valmundsson.
I sumar vorum við með frjálsíþrótta-
æfingar í góðu samstarfi við Umf. Heklu
og voru æfingar til skiptis á Laugalandi og
Hellu. í haust tókum við þátt í keppni úr
fjarlægð eins og reyndar oft áður, en nú
bar svo við að við lentum í 2. sæti, sökum
góðrar frammistöðu sveitunganna.
í haust hófst vetrarstarfið á ný. Æfð var
glíma, badminton og körfuknattleikur
barna, unglinga, karla og kvenna, auk þess
sem 15 ára og yngri æfðu frjálsíþróttir í
nóvember og desember. Vetrarstarf félags-
ins á árinu í yngri flokkum var í samstarfi
við Laugalandsskóla líkt og síðastliðinn
vetur. Skólinn lagði til húsnæðið, en félag-
ið sá um þjálfun og framkvænrd. Eldri
flokkar æfðu á kvöldin.
Félagið tók þátt í fjölda móta á árinu
með góðum árangri og lentum við m.a. í 4.
sæti í heildarstigatöflu HSK.
Nýr íþróttagalli félagsins var tekinn í
notkun á árinu. Það var saumastofan „Spor
í rétta átt“ sem saumaði búningana, en
Búnaðarbankinn á Hellu og Mjólkurbú
Flóamanna styrktu búningakaupin með
auglýsingum.
Gefið var út eitt fréttabréf á árinu og
farin ein fjáröflunarleið. Hún er sú að
jólasveinar félagsins fóru á stúfana á
aðfangadag og fóru á þá bæi sem þess
óskuðu.
Agústa K. Hjaltadóttir.
-251-