Goðasteinn - 01.09.1997, Side 218
ANNÁLAR
Goðasteinn 1997
Sveitarfélög
Séð yfir Gaddstaðaflatir og Hellu. Ytri-Rangá líðurfram, lygn og tcer.
Atvinnumál
Hefðbundinn landbúnaður er allnokkur
í Rangárvallahreppi, þó nokkuð hafi dregið
úr honum undanfarin ár eins og víða
annars staðar. A forðagæsluskýrslu 1996
eru 1.084 nautgripir, þar af 358 kýr, sauðfé
4.614, þar af 3.742 ær og hross voru 1.683,
þar af 910 fullorðin hross.
Landgræðslan, RALA og Fóður og
Fræ, reka öfluga starfsemi í Gunnarsholti,
sem er í stöðugri uppbyggingu og endur-
skipulagningu.
Mosfell sf. tók í notkun nýja hótelbygg-
ingu vorið 1996 með 25 herbergjum. Eftir
þessa stækkun eru gistirými hjá Mosfelli
orðið samtals 177 í herbergjum og smá-
hýsum, auk tjaldstæða og svefnpokaplássa.
Finestra hf., fyrirtæki sem framleiðir
glugga, hurðir o.fl. úr áli flutti í árslok til
Hellu. Þar starfa 5-7 manns.
Svartlist ehf., lítil prentsmiðja, flutti
starfsemi sína að Hellu og hóf meðal
annars útgáfu á „Búkollu“, bæklingi sem
kemur út vikulega með sjónvarpsdagskrá
og auglýsingum og er sendur inn á hvert
heimili í Rangárvalla- og Vestur-Skafta-
fellssýslum.
Helgi Bjarni Óskarsson, sem rekur
Videoleiguna og Gilsá ehf., innflutnings-
fyrirtæki, hóf byggingu nýs húsnæðis
undir starfsemi sína og aðra þjónustustarf-
semi.
Höfn - Þríhyrningur hf. hefur dregið úr
starfsemi sinni á Hellu, flutt aðalskrifstofu
fyrirtækisins á Selfoss og í árslok var
verslun fyrirtækisins seld KÁ.
Reykjagarður hf., alifuglasláturhús hef-
ur bætt nokkuð við starfsemi sína á árinu,
stækkaði við sig húsnæði og er nú einn
stærsti atvinnurekandinn á Hellu.
I haust tók Sigurður B. Guðmundsson
við rekstri Grillskálans og Laufafells á
Hellu, af Fannari Jónassyni.
Öflug starfsemi við landvörslu og
ferðaþjónustu var á vegum Rangárvalla-
hrepps í Hvanngili á Rangárvallaafrétti.
Þetta var fyrsta heila sumarið sem nýr skáli
var í notkun. Hann var byggður í samstarfi
Rangárvallahrepps, Flugbjörgunarsveit-
arinnar á Hellu og Búnaðarfélags Rangár-
vallahrepps. Á sumrin er hann rekinn af
Rangárvallahreppi, en að vetrinum af
FBSH. Landvörður í Hvanngili 1996 var
Oddur Þorsteinsson.
-216-