Goðasteinn - 01.09.1997, Blaðsíða 307
ANNÁLAR
Goðasteinn 1997
Dánir
naut tilsagnar í námi, og saumaskap
lærði hún einnig.
Meðan hún dvaldi að Staðarhrauni,
lést faðir hennar frá barnahópnum stóra
og tók það mjög á Margréti að sjá syst-
kinahópinn tvístrast. Tvítug að aldri
hélt hún til Reykjavíkur og þar fæddist
henni frumburðurinn Sigurður. Þann
12. desember 1929 gekk hún að eiga
lífsförunaut sinn til 56 ára, Sigfús
Davíðsson er fæddist f Kalmanstungu í
Hvítársíðu. Fyrstu árin bjuggu þau í
Reykjavík, en vorið 1932 hófu þau bú-
skap að Læk í Holtum. Þau eignuðust
og ólu upp 8 börn, en þau eru: Sigurður
f. 1924, Eygló Gunnlaug f. 1930,
Davíð f. 1936, Dóra Guðrún og Ólafur
f. 1938, Pálmi f. 1945, Erla f. 1946 og
Sigmundurf. 1951, d. 1993.
Þegar þau hjón komu að Læk, hófu
þau búskap með nær tvær hendur
tómar. En fljótt kom í ljós að þar voru
hjón sem stóðu samhent í því sem fyrir
lá, og þeim farnaðist vel, þótt efnin
væru ekkert meiri en tíðkaðist á þess-
um tíma.
Margrét leit á það sem hlutverk sitt
að helga líf sitt manni sínum og börn-
um, sinni stóru fjölskyldu og öllurn
sem henni tengdust. Samskiptin við
afkomendurna og ástvini, gæfa þeirra
og gleði var helsta yndi hennar. Fyrir
allan þann hóp var gott að eiga hana
að. Hún var myndarleg húsmóðir sem
lagði metnað sinn í uppeldi barna sinna
og mátti hvergi aumt sjá. Með festu og
hlýju stjórnaði hún heimilinu og um-
vafði fólkið sitt ást og kærleika. Hún
var hin trausta ættmóðir sem allar
stundir var vakin og sofin yfir velferð
afkomenda sinna. Og kærleikur hennar
náði yfir ættarböndin. Fjölmörg voru
þau börn og fullorðnir sem hún breiddi
væng sinn yfir og ahðguðust af sam-
skiptum við hana og búa ævilangt að
handleiðslu hennar.
Allir mættu hlýjum móttökum sem
komu að Læk, og mörg voru börnin
sem dvöldust hjá þeim hjónum á sumr-
in í lengri og skemmri tíma, sum þeirra
árum saman. Öll áttu þau þar gott at-
hvarf og minnast þess tíma með þakk-
læti. Þar lærðu þau að vinna af trú-
mennsku og öðlast sjálfstraust, sem
kom sér vel á lífsleiðinni.
Þau hjónin héldu uppi búskap á
Læk allt til ársins 1972, en þá tók sonur
þeirra Pálmi við jörðinni, en þau
bjuggu þar áfram í skjóli hans og Vig-
dísar konu hans. Árið 1982 fluttust þau
að Selfossi, enda heilsan farin að dvína
eftir langan vinnudag en Sigfús lést 8.
mars 1985. Á Selfossi bjó Margrét
ásamt systur sinni Oddnýju Guðrfði
sem hafði verið hjá þeim hjónurn alla
tíð á Læk, allt þar til hún hafði ekki
lengur þrek til að annast heimilið sjálf.
Síðasta árið dvaldi hún að Sólvangi í
Hafnarfirði, umvafin umhyggju og alúð
Dóru dóttur sinnar og fjölskyldu.
Margrét var ein af þeim Islend-
ingum sem lifðu nær alla 20. öldina og
upplifði hún sem og hennar kynslóð
meiri framfarir í sögu þjóðarinnar en
nokkur kynslóð hefur áður gert. I anda
hennar miðlaði hún til afkomenda
sinna lífsviðhorfum eins og jákvæðni,
kjarki, dugnaði og heiðarleika. Því sem
gerði henni sjálfri kleift að halda reisn
sinni, hverjar svo sem aðstæður voru.
-305-