Goðasteinn - 01.09.1997, Side 153
Goðasteinn 1997
og engin ástæða til að sýna henni svo
mikið traust sem Vigfús gerir.
Það er þó vafalaust einkum Njála
sem veldur því að Vigfús telur einsýnt
að verið hafi stórbú í Sandgili og höf-
uðból í Tröllaskógi. Að sögn Njálu átti
Egill Kolsson í Sandgili fyrir konu
systur Starkaðar undir Þríhyrningi. Það
voru þeir frændur, Þorgeir sonur
Starkaðar og Kolur sonur Egils, sem
skoruðu á Gunnar Hámundarson til
hestaats. Þeir frændur og mágar fóru
um fjölmennir og í liði Sandgilsmanna
voru m.a.s. tveir Austmenn, norskir
kaupmenn. Kom svo í hlut Önundar í
Tröllaskógi, samkvæmt Njálu, að
höggva Sám, hinn fræga hund Gunn-
ars. Allir voru þessir frændur og mágar
ójafnaðarmenn að sögn Njálu, ofsa-
fengnir og ódælir, kappsmenn miklir
og uppivöðslusamir.
Hvað vissi höfundur Njálu um
byggð á svæðinu milli Heklu og Þrí-
hyrnings? Mönnum finnst sumum
sennilegt, t.d. Vigfúsi frá Engey og
Kristjáni Eldjárn, að byggð hafi verið
aflögð í Tröllaskógi þegar fyrir 1200
og þar með löngu áður en Njála var
fest á bókfell. í sögunni er því verið að
lýsa horfinni blómatíð, samkvæmt
þessu, og þarf þar með ekki að koma á
óvart þótt höfuðbólið, sem Vigfús gerði
sér í hugarlund að verið hefði í Trölla-
skógi, sé ekki nefnt meðal býla á 12.
og 13. öld í Sturlungu og öðrum sam-
tímaheimildum.
Rökin fyrir eyðingu eru einkum þau
að kirkja er ekki nefnd í Tröllaskógi í
kirknaskrá Páls biskups frá um 1200 og
þó sé vitað að þar hefur verið graftar-
kirkja þar sem mannabein hafi fundist
á staðnum og því ætti kirkjan að vera
nefnd í skrá Páls. En þetta sannar varla
að bærinn hafi verið í eyði um 1200,
það gat t.d. vel verið heimagrafreitur í
Tröllaskógi og jafnvel fullgild graftar-
kirkja þótt hún væri ekki sóknarkirkja
eða prestskyld.9 Jörðin gekk kaupum
og sölum á 17. öld, fram til 1663, en
síðan ekki söguna meir.10 Það hefur
verið eftir einhverju að slægjast, jörðin
hefur vart verið alblásin á fyrri hluta
17. aldar en það var hún orðin árið
1711 eða sumpart kafin sandi. Líklega
hefur mátt nýta jörðina að einhverju
leyti fram um 1660.11 Heimildir um
sögu Sandgils sýna að á 17. öld mun
blástur hafa orðið geigvænlegur. Þótt
landið væri þurrt og viðkvæmt, eru
líkur til að byggð hafi haldist á Trölla-
skógarsvæðinu út miðaldir; a.m.k. mun
hafa verið samfelld byggð í Melakoti
(Melkoti) frá landnámstíma til 151012
og Sandgil var í byggð til loka 17. ald-
ar, eins og fram er komið.
Þegar Njála var samin, mun því hafa
verið allmikil byggð milli Þríhyrnings
og Heklu, höfundur kann að vera að
lýsa henni út frá eigin þekkingu.
Merkir þetta þá að verið hafi stórbýli á
svæðinu? Það segir Njála ekki; er þess
að gæta að meira fjölmenni var á býl-
urn samkvæmt heimildum á 13. öld og
fyrr heldur en síðar tíðkaðist og má
nefna frásögn Njálu af háttum á Berg-
þórshvoli sem dæmi eða Gíslasögu um
fjölmenni á Sæbóli og Hóli. Er ekki
ljóst hvernig á þessu stóð. Dvöl
-151-