Goðasteinn - 01.09.1997, Page 116
Goðasteinn 1997
öllu leyti. Hann stundaði ýmsar smíðar,
bæði fyrir heimilið og umhverfi þess,
og má þar til nefna smíði á tóbaks-
baukum, og þóttu verk hans yfirleitt vel
af hendi leyst. Með okkur tókst góður
kunningsskapur þrátt fyrir allmikinn
aldursmun.
Ég mun hafa verið ellefu eða tólf
ára gamall þegar ég kynntist fyrst
þessu ágæta heimili, og voru fyrstu
tildrögin að því, að einhver gestur kom
til okkar, sem ég man nú ekki lengur
hver var, og sagði frá því að Jóhann í
Snjallsteinshöfða mundi vilja taka
ungling til fjósaverka. Við vorum þrír
bræðurnir og sá yngsti eins eða tveggja
ára og kom þar af leiðandi ekki til
greina. Eldri bróðir minn var 5 árum
eldri en ég, og mátti af orðum hans
ráða, að hann fýsti ekki til starfsins, og
var þá málið borið undir mig, og var ég
fljótt fús til fararinnar. Ekkert vil ég
fullyrða um hvort þar réði barnaskapur
eða hvort heilladísin rétti mér þá hönd
sína eins og hún hefur á mörgum
sviðum oft gert síðan, þó ég hafi víst
sjaldan metið það réttilega.
En hvað um það, ég var pússaður
upp af tilheyrandi fátækt og sendur til
að gefa kost á mér til starfsins. Ekki
var afgangur af að ég rataði, enda
aldrei komið á það heimili fyrr og
þekkti ekki fólkið í sjón. Ég reyndi að
bera mig dálítið borginmannlega; þó
umrætt starf hefði að minnsta kosti
fram til þess tíma og eitthvað lengur
ekki verið talin nein virðingarstaða, þá
fannst mér sjálfum þetta allmikið
fyrirtæki, og þá alveg sérstaklega ef
svo ólíklega vildi til að mér yrði veitt
staðan, sem ég var að vísu ekki bjart-
sýnn á. Hugarástandi mínu til hress-
ingar eyddi ég mestöllum tíma leiðar-
innar til að reyna að klæða erindi mitt í
sem virðulegastan búning. Þó mun sú
orðgnótt að mestu leyti hafa farið út
um þúfur þegar ég stóð augliti til aug-
lits við alókunnugt fólk. Að minnsta
kosti var ég víst hvorki sköruglegur
eða fyrirmannlegur þegar ég stundi upp
erindinu við hjónin.
Töluvert mun ég hafa hresst við
alúðlegar og ágætar móttökur, enda gat
ég ekki annað séð en að ég væri með-
höndlaður eins og hver annar venjuleg-
ur góður gestur, þrátt fyrir erfiðleika og
barnaskap minn við að koma erindi
mínu á framfæri í því formi sem ég
taldi mig hafa undirbúið svo rækilega,
en sem ég hef þó aldrei harmað.
Stundum hef ég íhugað þessa fyrstu
ferð mína að heiman og undantekning-
arlaust komist að þeirri niðurstöðu, að
gott fólk hefur ríkari skilning og samúð
með barninu, sem kemur fram í ein-
faldleika sínum og barnaskap, heldur
en oflátungnum, hvort sem hann er
ungur eða gamall og hefur oft ekki við
annað að styðjast en orðagjálfur um
ímyndaða hæfileika, sem ef til vill eiga
aldrei eftir að koma fram. Ég verð því
ævinlangt þakklátur þeim hjónum, fyrst
og fremst fyrir alúð þeirra og skilning á
barnaskap mínum, sem lljótlega vöktu
hjá mér bæði virðingu og væntum-
þykju, sem entist algjörlega áfallalaust
meðan bæði lifðu.
-114-