Goðasteinn - 01.09.1997, Side 274
ANNÁLAR
Goðasteinn 1997
Dánir
Um þetta leyti hafði Ingi tekið við
búsforráðum. Systir hans, Gógó, var
honum stoð innan bæjar. Sonur hennar
Sigurður Jakob Jónsson ólst upp á
heimilinu og einnig sonur Sigríðar,
Einar Eysteinn Jónsson, en auk þeirra
áttu öll barnabörnin sitt annað heimili í
Varmahlíð.
Arið 1980 lJuttu gömlu hjónin Ingi-
björg og Einar til dóttur sinnar Sig-
ríðar og manns hennar, Ásmundar
Guðmundssonar, í Reykjavík og dóu
þar, hún stuttu síðar, en hann ári
seinna. Gógó fluttist til Reykjavíkur en
Ingi bjó eftir einn í Varmahlíð með
verkafólki, en á sumrin naut hann
einnig aðstoðar frændfólks og sumar-
barna.
Árið 1982 flutti Sigurður Jakob
frændi hans á heimilið, en hann hafði í
mörg sumur komið heim og hjálpað til
við heyskapinn, og einnig kona hans
Anna Birna Þráinsdóttir, og stóðu þau
síðan öll að búskapnum. Mikil var
gleði Inga síðasta sumarið sem hann
lifði, þegar þau eignuðust son sem
hlaut nafnið Einar. Hann hafði upp-
skorið, eignast nafna í Varmahlíð og
um leið alnafna föður síns sem var
honum fyrirmynd svo margs.
Árið 1982 kenndi hann þess meins,
sem hann þurfti að berjast við. Veik-
indin lágu niðri um skeið, en síðla
vetrar 1996 höfðu þau ágerst á ný og í
mars lagðist hann inn á sjúkrahús
Landspítalans Reykjavík. Síðasta mán-
uðinn lá hann á sjúrahúsinu í Vest-
mannaeyjum. Hann lést 27. júní 1996.
Sr. Halldór Gunnarsson í Holti
Einar Stefánsson frá Bjólu
Einar var fæddur á Bjólu í Djúp-
árhreppi hinn 18. júlí árið 1906, þar
sem foreldrar hans bjuggu, hjónin
Áslaug Einarsdóttir frá Steinum undir
Eyjafjöllum og Stefán Bjarnason frá
Gíslakoti í sömu sveit. Einar var þriðja
barn þeirra, en hin voru Sigurlín,
Guðfinna, Guðbjörg Sigríður, Guð-
mundur, Þóra, Þórarinn, Sveinbjörn
Júlíus og Haraldur, sem lifir öll syst-
kini sín. Sjö þeirra komust til full-
orðinsára, en tvö dóu ung, Þóra, sem
var tvíburi við Guðmund, dó mánaðar-
gömul umjólin 1910, og Þórarinn sem
eftir henni hét, dó þriggja ára gamall
árið 1916. Auk systkinanna ólst syst-
ursonur Áslaugar, Guðlaugur Lárus-
son, upp með þeim í Bjólu.
Bernskuheimili Einars var nægju-
samt og reglufast, og sú heimanfylgja
reyndist vel börnum sem uxu upp og
komust ti! manns í kreppunni. Einar
vandist ýmsum störfum heimavið frá
blautu barnsbeini, en tók þó ungur að
sækja vinnu af bæ. Hann sótti nokkrar
vertíðir til Vestmannaeyja, en aflaði
-272-