Goðasteinn - 01.09.1997, Page 246
ANNALAR
Goðasteinn 1997
Kvenfélög
/
Kvenfélagið Framtíðin, Asahreppi
Starf kvenfélagsins var mjög lítið á s.l.
ári. Við sáum um árlega jólatrésskemmtun
í Asgarði og s.l. vor fórum við saman eina
kvöldstund á Kaffi Lefolii á Eyrarbakka.
Kvenfélagið styrkti tvo hreppsbúa á árinu,
með peningagjöf, jafnframt létum við fé af
hendi til útgáfu á geisladiski með lögum
Ingibjargar Sigurðardóttur, Minnu í Bjálrn-
holti.
I febrúar er okkar dagur að fara í heim-
sókn á Dvalarheimilið Lund á Hellu. Svo
skemmtilega hittist á s.l. ár að heimsókn-
ina bar upp á 94. afmælisdag fyrrum for-
manns kvenfélagsins, Valgerðar Guð-
mundsdóttur, Hellatúni, en hún dvelur á
Lundi.
Fyrir nokkrum árum fóru kvenfélögin
Framtíðin í Asahreppi, Eining og Lóa í
Holta- og Landsveit að vinna meira saman
að alls kyns námskeiðahaldi og einnig hafa
þau staðið sameiginlega fyrir veitingum á
Laugalandi. Það má segja að við höfum í
upphafi komið Laugalandi á kortið eins og
sagt er, en það varð strax á fyrsta sumri
ljóst að þetta var eitthvað sem nokkrar
kvenfélagskonur réðu engan veginn við í
hjáverkum frá börnum og búi. Upp úr
þessu var svo stofnað sumarhótelið á
Laugalandi. Við höfum hins vegar fram að
þessu séð um veitingar vegna fundarhalda
og annarra viðburða að vetrinum, en sem
betur fer er Laugaland að verða vinsæll
staður til alls samkomuhalds, svo hér erum
við einnig búnar að hjálpa til við að plægja
akurinn og komið að því að aðrir taki við.
Kvenfélögin í landinu standa á tíma-
mótum eins og margt annað og ljóst að við
lok aldarinnar þurfa þau að skoða tilgang
sinn og líta þá jafnframt yfir farinn veg. í
vor hefur Kvenfélag Húsavíkur boðað öll
kvenfélög í landinu til málþings sem ber
yfirskriftina: Kvenfélögin á 21. öldinni. Er
það ætlunin að ræða áherslur og markmið
kvenfélaganna á komandi öld, og spyrja
sem svo: „Hvert verður hlutverk kvenfé-
laganna á komandi öld?“
Stjórn kvenfélagsins Framtíðarinnar
skipa Jórunn Eggertsdóttir, Lækjartúni,
formaður, Sigríður Sveinsdóttir, Ásmund-
arstöðum, ritari og Hlín Magnúsdóttir,
Sumarliðabæ, gjaldkeri.
Jórunn Eggertsdóttir
Kvenfélagið Freyja, A.-Landeyjum
Við í kvenfélaginu Freyju höfðum í
ýmsu að snúast á árinu 1996. Ætla ég nú
að stikla á því helsta.
I mars héldum við að venju góuball og
buðum við til okkar fimm kvenfélögum
hér úr nágrenninu. Okkur sem stóðum að
undirbúningi skemmtidagskrárinnar þótti
með ólíkindum hvað við þessar konur
vorum alltaf uppteknar. Það gekk svo illa
hjá okkur að finna tíma þar sem við allar
gátum hist. En svona er nú bara lífið í dag
og allt hafðist þetta og gekk bara ljómandi
vel að lokum.
I apríl fengum við Magnús Scheving
hingað í skólann til að halda fyrirlestra,
annars vegar fyrir 11 ára og yngri og svo
líka fyrir unglingana okkar. Stóðu ung-
mennafélagið og foreldrafélagið að þessu
-244-