Goðasteinn - 01.09.1997, Side 240
ANNÁLAR
Goðasteinn 1997
Kvenfélög
Úrferðalagi Kvenfélags Oddakirkju 1996.
hvað af hendi rakna til samfélagsins, þar
senr þörfin er mest. Kvenfélagskonur hafa
í gegnum tíðina svo sannarlega ekki borið
gjörðir sínar á torg; þær hafa unnið í anda
Florence Nightingale. Um verk þeirra er
sjaldnast rætt í fjölmiðlum, samt vinna þær
oft svo mikið að hinum margvíslegustu
málefnum til hagsældar fyrir þjóðina í
heild og einstaklinginn.
í fyrstu var starf félags okkar eingöngu
bundið við Oddakirkju, enda stofnað fyrir
hvatningu sr. Arngríms Jónssonar fyrr-
verandi sóknarprests í Odda. (Hafði hann
og mikinn hug á að bræðrafélag yrði stofn-
að í sókninni, var búið að skipa undirbún-
ingsnefnd til að koma félaginu á fót og var
hún farin að kynna sér starfsemi bræðra-
félaga, en stuttu seinna flutti sr. Arngrímur
í burtu og ekkert varð meira úr fram-
kvæmdum hjá nefndinni). Eftir því sem
árin liðu tókum við okkur fleira fyrir hend-
ur, upp úr tugsafmælinu gengum við í
Samband sunnlenskra kvenna og starf
félagsins varð hliðstætt við önnur kven-
félög.
17. júní er stór dagur hjá félaginu. Þá
höfum við haft hátíðarkaffi í Hellubíói í
tengslum við hátíðahöld dagsins. Skaut-
búning (bláan kyrtil) lét félagið gera fyrir
mörgum árum og er hann lánaður handa
fjallkonunni á 17. júní hátíðahöldunum á
Hellu. Tvo telpnaupphluti lét félagið og
gera fyrir fáeinum árum handa telpum,
sem standa fjallkonunni sín til hvorrar
handar. Ein kvenlelagskonan, Sigrún
Bjarnadóttir, saumaði þessa búninga án
endurgjalds.
Menningarferðir höfum við farið endr-
um og eins til höfuðborgarsvæðisins ásamt
gestum og mökum sem komast. Ferðin s.l.
ár tókst með ágætum; við fórum í Kópa-
vogskirkju þar sem kirkjuvörðurinn, Ólöf
Jónsdóttir, fyrrv. kvenfélagskona Odda-
kirkju og prestsfrú í Odda, tók á móti okk-
ur. Sýndi hún okkur kirkjuna, sagði sögu
hennar og reiddi fram góðgerðir. Á eftir
var farið í Listasafn Kópavogs - Gerðar-
safn, þar sem við sáum m.a. fallega yfir-
litssýningu á verkum Barböru Árnason. Nú
var haldið í Karmelklaustrið í Hafnarfirði.
Dulúð hvílir yfir klaustrinu, undrumst við
utanaðkomandi líf þessara kvenna, sem eru
meginhluta dagsins á bæn. Biðja þær
mikið fyrir Islandi og íslensku þjóðinni.
Má fólk skrifa nöfn þeirra á blað, sem
óskað er eftir að þær biðji fyrir. Virðast
margir nýta sér það. í klaustrinu keyptum
við ýmsan smávarning, sem nunnurnar
hafa gert, af glaðlegri, ungri, pólskri
nunnu. Fjörukráin í Hafnarfirði var næsti
-238-