Goðasteinn - 01.09.1997, Side 250
ANNÁLAR
Goðasteinn 1997
Kvenfélög
skemmtiferð seinna í tilefni dagsins. Var sú
ferð farin í blíðskaparveðri 19. júní og
ákvað skemmtinefnd að konur fengju
ekkert að vita hvert ætti að fara fyrr en
jafnóðum yfir daginn. Þessi nýbreytni var
mjög skemmtileg. Lögðum við af stað frá
Skarði með hópferðabíl sem Kristján
Árnason í Stóra-Klofa ók. Komu alls 17
konur með í ferðina. Haldið var austur á
bóginn og fyrst var keyrt upp að skála þar
sem Geysisferðir hafa aðsetur fyrir neðan
Mýrdalsjökul. Síðan var farið á vélsleðum
upp á jökulinn. Utsýnið var ekki eins og
best var á kosið, þótt sól væri og blíða,
vegna misturs sem lagðist yfir á meðan við
vorum þarna. Frábærir leiðsögumenn
fylgdu okkur og tókst ferðin í alla staði
mjög vel. Að því loknu var haldið til baka
og beið okkar veislukaffihlaðborð í
Skógum. Leiðin lá næst til Víkur í Mýrdal,
þar sem m.a. var farið í ferð með hjóla-
bátnum. Var logn þegar við lögðum af stað
en snarhvessti er við komum fyrir endann
á Reynisfjalli. Hélst brælan alveg og
versnaði frekar en hitt. Gengu gusurnar
yfir okkur öðru hvoru og létti sumum
okkar þegar ekið var í land eftir fjörunni
milli Reynisfjalls og Dyrhólaeyjar. Hefð-
bundin leið lá svo á ný út á sjó og var siglt
í gegnum gatið á Dyrhólaey, en þegar
komið var vesturfyrir var mjög slæmt í
sjóinn. Heldur skárra var þó þegar við
héldum til baka. Á leið okkar varð fallegur
selur, og sigldum við í hring til að virða
hann betur fyrir okkur, en til gamans má
geta þess að seli ber mjög sjaldan fyrir
augu kvenna uppi í Landsveit. Fuglalífið
var mjög mikið á leið okkar með bátnum
og afar gaman að fylgjast með því. Eftir
skemmtilega ferð var haldið í land í
Reynishverfi. Hátíðarkvöldverður var
síðan snæddur á Höfðabrekku í Mýrdal.
Ferðalok voru um miðnætti.
Kvenfélaginu voru færðar góðar gjafir í
tilefni ferðarinnar. Kristján Árnason gaf
t.d. sína vinnu. Innilegustu þakkir frá
félaginu og einnig til allra sem gerðu þenn-
an dag ógleymanlegan.
Sigurbjörg Elimarsdóttir
Kvenfélagið Sigurvon, Djúpárhreppi
Stjórn félagsins skipa: Lilja Þrúðmars-
dóttir, Birna Guðjónsdóttir, Sigrún
Þorsteinsdóttir, meðstjórnendur Halldóra
Gunnarsdóttir og Halldóra Hafsteinsdóttir.
í árslok voru félagar 37, þar af 8 heiðurs-
félagar.
Starfsemi félagsins árið 1996 var með
hefðbundnum hætti: Kaffisala var við ýmis
tækifæri, svo sem bingó á sumardaginn
fyrsta, afmæli Djúpárhrepps, 17. júní og á
héraðsnefndarfundi Rangárvallaprófasts-
dæmis.
Félagskonur unnu við Héraðsvöku
Rangæinga á Laugalandi og kvennahlaup,
hlúðu að trjágróðri við kirkjuna, færðu
eldri borgurum í hreppnum híasintu-
skreytingar á aðventu, heimsóttu vistmenn
á Lundi í desember, buðu í kaffi á jóla-
skemmtun grunnskólans o. fl.
Seld voru jólakort fyrir SSK og Ólafs-
sjóð og almanök fyrir Þroskahjálp á Suður-
landi.
Styrkir til líknar- og menningarmála
námu samtals kr. 78.000 á árinu 1996.
Félagið bauð upp á tveggja kvölda
námskeið í föndri. Leiðbeinandi var Jó-
hanna Bjarnadóttir í Vatnskoti.
Skemmtiferð félgsins var farin í byrjun
-248-