Goðasteinn - 01.09.1997, Síða 176
Goðasteinn 1997
Fljótshlíð kalli Goðaland það lands-
væði, sem nú heitir Emstrur. í 149.
kafla Njálssögu segir frá ferð Sigfús-
sona til búa sinna í Fljótshlíð. Þeir riðu
„fyrir norðan Eyjafjallajökul ok ofan í
Goðaland ok svá ofan um skóga í
Þórsmörk.“ Fer því ekki milli mála, að
höfundur sögunnar telur, að Goðaland
sé upp af Þórsmörk einmitt þar, sem nú
heita Emstrur (sjá einnig Einar Olaf
Sveinsson, neðanmálsgrein við 124.
kafla Njálssögu).
Almenningar liggja sunnan Emstra
og milli þeirra og Þórsmerkur. Flosi og
félagar hans hafa því vafalaust riðið
um Almenninga í Þórsmörk, en hverja
leið fóru þeir á Þríhyrningshálsa og
hvert þangað?
Oddgeir frá Tungu, sem er meðal al-
kunnugustu manna í Fljótshlíð og Þórs-
mörk, telur víst, „að Flosi hafi riðið
yfir Markarfljót norður úr Flúsadal á
Þórsmörk, upp Kanastaði innan við
Þórólfsfell, yfir Þórólfsá á Nautavaði, -
annarsstaðar er hún ófær og rennur í
gljúfrum, - svo ofan við alla bæi í
Fljótshlíð, svo út svokölluð Hraun sem
eru urðaröldur, mjög greiðfærar og
giljalausar sé stefnu haldið beint í Þrí-
hyrning. Þessi leið er ofan við alla
skóga svo þeir hafa ekki tafið ferð
Flosa og manna hans“(6).
Ef fallist er á þessa skoðun Oddgeirs
frá Tungu, sem mér þykir ákaflega
freistandi að gera, er augljóst, að Flosi
og menn hans fara norðan við Þórólfs-
fell og losna því við að ríða svo að
segja um hlað á búi Njáls við Þórólfs-
fell.
Oddgeir frá Tungu segir, að Þrífiyrn-
ingshálsar, sem svo hafi verið nefndir,
heiti nú Langadalshraun, Heylækjar-
skyggnir og Litli Þríhyrningur(6) (sjá
einnig mynd 3 og kort yfir Rangárþing
aftan við Njálssögu). Á þessu svæði er
fleiri en einn staður, sem kæmi til
greina sem áningastaður fyrir ferða-
menn með mörg hross. Þarna er enn í
dag mýrlendi á nokkrum stöðum, sem
gæti hafa hentað vel. Sjálfur myndi ég
hafa valið dalinn sunnan eða suðvestan
Litla Þríhyrnings meðfram Þverá (Litlu
Þverá). Þar má gera ráð fyrir, að hafi
verið bæði góð beit áður en land tók að
blása, svo og nægt vatn og skjól. Eg
miða því ferð Flosa að austan við Litla
Þríhyrning.
Ef Litli Þríhyrningur er hafður enda-
punktur, telst svo til (mælingar Ólafs
Valssonar), að leiðin, sem Flosi og
menn hans riðu, hafi verið rúmlega 200
km (sjá mynd 1). Ef þeir hafa lagt af
stað kl. 6 að morgni drottinsdagsins
(19. ágúst 1011) eins og Einar Ólafur
Sveinsson ætlar (sjá neðanmálsgrein
við 126. kafla), hafa þeir riðið á ca. 32
klst. leiðina alla og komið að Litla
Þríhyrningi kl. 15 mánudaginn 20.
ágúst 1011. Ef enn er gert ráð fyrir því,
að þeir hafi þurft að hvílast og hvíla
hestana í ca. 3 klst. að minnsta kosti,
hefur ferðahraði þeirra verið rúmlega 7
km/ klst. Hér ber svo að hafa í huga, að
þeir Flosi gerðu lítinn stans við Litla
Þríhyrning, þar eð þeir riðu fáeinum
klukkustundum síðar til Bergþórshvols
til þeirra stórvirkja að brenna Njál og
hans fólk inni og að því loknu til felu-
-174-