Goðasteinn - 01.09.1997, Blaðsíða 217
ANNÁLAR
Goðasteinn 1997
Sveitarfélög
Suðurlands. Við sameiningu Kaupfélags
Rangæinga og Kaupfélags Arnesinga
breyttist margt í atvinnumálum. Stofnuð
voru ný fyrirtæki upp úr hinurn ýmsu
deildum kaupfélagsins. Má þar nefna KR-
þjónustuna, sem er vélsmiðja, bílaverk-
stæði og varahlutaverslun, og Rafmagns-
verkstæði KR, en þessir aðilar kusu að
nota skammstöfun Kaupfélags Rangæinga
í nafn sinna fyrirtækja, enda reynsla fyrir
langri og góðri þjónustu þess fyrirtækis. Þá
var stofnað nýtt húsgagna- og innréttinga-
fyrirtæki, Form innréttingar ehf., sem
hefur aðsetur þar sem Húsgagnaiðja Kaup-
félags Rangæinga var áður. Þessu ótengt
stofnuðu þeir Snorri Oskarsson og Eyþór
Oskarsson bíla- og búvélaverkstæðið
Bílvelli ehf.
Nýr veitingastaður, Gallery Pizza, var
opnaður að Hvolsvegi 29 þar sem Raf-
magnsverkstæði Kaupfélags Rangæinga
var á árum áður til húsa. I sama húsi er
einnig Hárgreiðslustofan Hárið, hann-
yrðaverslunin Hjá Öllu og nuddstofa. Þessi
fyrirtæki fara öll vel af stað og hafa fært
aukið líf í vinnumarkaðinn.
í tengslum við átakið íslenskt Já takk
var komið upp sýningu í Félagsheimilinu
Hvoli þar sem fyrirtæki á svæðinu sýndu
framleiðslu sína. Forseti Islands, herra
Ólafur Ragnar Grímsson, kona hans
Guðrún Katrín Þorbergsdóttir og Finnur
Ingólfsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra
heiðruðu sýninguna með því að koma í
heimsókn. Vakti sýningin verðskuldaða
athygli sýningargesta.
Landbúnaður
Búpeningur í hreppnum er eftirfarandi
samkv. forðagæsluskýrslum Búnaðarfélags
íslands: Kýr 136, kvígur 81, geldneyti 206,
ær 872, lömb og hrútar 205, hross 1096,
varphænur 2, svín 27, minkar 555.
Mjólkurframleiðsla er einungis stunduð á 6
býlum í hreppnum.
Ferðamál
Afram er unnið að uppbyggingu í
ferðaþjónustu. Hrepparnir í austurhluta
Rangárvallasýslu hal'a tekið höndum
sanran í ferðamálum. Byggðastofnun veitti
hreppunum styrk til átaksverkefnis í ferða-
málurn, sem snýst um að merkja sögustaði
Njálu, skipuleggja ferðir á Njáluslóðir og
kynna þannig sögustaði Njálu. Verkefnið
hefur hlotið vinnuheitið Á Njáluslóð.
Reiknað er með að tleiri sveitarfélög sýsl-
unnar taki þátt í verkefninu í framtíðinni.
Hjólreiðahátíð í umsjá Sælubúsins var
haldin á Hvolsvelli eins og undanfarin
fjögur ár og hefur þannig verið fastur þátt-
ur í kynningarstarfi staðarins.
Agúst Ingi Ólafsson sveitarstjóri
Rangárvallahreppur - Hella
íbúar
íbúafjöldi í Rangárvallahreppi í árslok
1996 var 798, þar af bjuggu 608 manns í
þéttbýlinu á Hellu. Aldursskipting var sem
hér segir: 0-6 ára - 89 manns, 7-14 ára -
118 manns, 15 ára - II manns, 16-18 ára -
41 manns, 19-66 ára - 455 manns, 67 ára
og eldri - 84 manns. Konur voru 393 og
karlar voru 405 og voru þeir fjölmennari í
öllum aldursflokkum nema 67 ára og eldri
þar sem konur voru fjölmennari. Árið 1993
var sama íbúatala í sveitarfélaginu, þ.e.a.s.
798, 1994 voru 811 íbúar og 1995 voru
þeir 780.
-215-