Goðasteinn - 01.09.1997, Page 266
ANNÁLAR
Goðasteinn 1997
Dánir
virkni var í fyrirrúmi í allri hans vinnu,
og er óhætt að segja að þau verk, sem
Agúst tók að sér og stjórnaði, vann
hann af ítrustu fagmennsku. Hann
fylgdist vel með nýtum framförum í
iðn sinni og fram á síðasta ævidag var
hugur hans bundinn starfinu og fylgdist
hann af áhuga með á þeim vettvangi.
Konu sinni, Elsu Stefánsdóttur,
kynntist hann hér heima og fylgdi hún
honum til Svíþjóðar þar sem þau eign-
uðust börnin sín tvö, þau Guðrúnu
Sigríði sem er fædd 15. júní 1973 og
nemur við háskóla þar úti, og Agúst
Krister sem er fæddur 20. júní 1979 og
stundar hann nám við menntaskóla.
Áður átti hann Stefán Steinar f. 13. júní
1967, en hann stundar nám við Vél-
skóla Islands.
Við tóku ár sem liðu við starf og
uppeldi barnanna. Þau bjuggu sér gott
og hlýlegt heimili, þar sem hlúð var að
fjölskyldunni litlu. Hann var góður
heimilisfaðir, umhyggjusamur og var
afar annt um börnin sín sem notið hafa
kærleika hans í rrkum mæli. Ágúst mat
konu sína mikils, hún var sólargeislinn
sem lífið gaf honum. Fyrir það var
hann ævinlega þakklátur, þó taktur
þeirra fipaðist og leiðir þeirra skildu
fyrir nokkrum árum.
Ágúst var drengur góður, traustur,
hjartahlýr og lífsglaður og reyndi alltaf
að sjá jákvæðu hliðarnar á öllum
málum og allra vanda vildi hann leysa.
Hann var þó ekki maður sem stóð á
torgum og talaði hátt um skoðanir
sínar, né hafði þörf á að láta á sér bera.
En hann var sá sem gat miðlað af lífs-
reynslu sinni.
Samviskusemi og heiðarleiki ein-
kenndu störf hans og athafnir. Hann
vildi ekki vera fyrir neinum, ekki gera
á hlut nokkurs, en hann vildi búa að
sínu og vera sjálfum sér nógur. Hann
flíkaði ekki tilfinningum sínum, en
stundum segir þögnin meira en mörg
orð. Oft á tíðum sýna athafnir meira en
flest annað. Ágúst kunni að gleðjast
með glöðum og sýndi oft á sér gaman-
sömu hliðina.
Ágúst var vinur vina sinna og vin-
áttuhönd sem á annað borð voru hnýtt,
voru ekki slitin. Hann var gegnheill
öðlingur, greiðvikinn og bóngóður og
til hans var gott að leita. Hann var ætíð
tilbúinn að rétta fram hjálparhönd og
vinirnir gátu reitt sig á trygglyndi hans.
En kallið kemur stundum skyndi-
lega. Ágúst andaðist á heimili sínu í
Stokkhólmi 7. desember 1996 eftir
mjög skömm veikindi. Hann var jarð-
sunginn í Skarðskirkjugarði á Landi.
Séra Halldóra J. Þorvarðardóttir í
Fellsmúla
-264