Goðasteinn - 01.09.1997, Side 272
ANNÁLAR
Goðasteinn 1997
Dánir
Þegar Ragnhildur kona hans veikt-
ist alvarlega sl. sumar fór Bogi á Dval-
arheimilið Lund á Hellu, þar sem hann
naut nærgætinnar umhyggju og hjúkr-
unar til endadægurs.
Utför hans fór fram frá Breiðabóls-
staðarkirkju 7. desember 1996.
Séra Sváfnir Sveinbjarnarson á
Breiðabólsstað
Bóel Jónheiður Guðmundsdóttir á
Raufarfelli
Bóel Jónheiður fæddist 20. nóv-
ember 1942 hjónunum Guðmundi
Jónssyni frá Borgareyrum og Jónínu
Jónsdóttur frá Vorsabæ, en þar bjuggu
þau góðu búi þess tíma. Bóel var
þriðja elst í hópi átta systkina, en nú
eru sex eftirlifandi: Jón, Guðrún,
Sjöfn, Erlendur, Jarþrúður og Björg-
vin.
Bóel sem var kölluð Lilla innan
fjölskyldunnar varð snemma ákveðin.
Hún fékk ung að fara á engjar, raka
saman á hestarakstrarvél og vera í
bústörfunum af lífi og sál. Og hún var
ekki gömul þegar hún fékk að fara í
fjósið með föður sínum og læra að
mjólka.
Unglingsárin liðu, Bóel gekk að
öllum störfum á heimilinu og hafði
mikið yndi af hestum. Og þá hittust
þau tvö, Óli og Lilla, á átjánda ári
hennar og þau ákváðu að fara saman á
vertíð til Vestmannaeyja. Um vorið
1961 hófu þau búskap á Rauðafelli I í
vesturbænum, en Ólafur var frá suður-
bænum á Raufarfelli, þar sem foreldrar
hans bjuggu. Þegar frá byrjun búskap-
ar þeirra voru þau óvenju samhent,
unnu að öllum verkum við búið sam-
an, en Bóel bætti við húsmóðurstörf-
unum. Þau giftust 20. júní 1965.
Börnin þeirra sem fæddust að
Rauðafelli voru: Guðný Þórunn,
Tryggvi Kristinn, Þorbjörg Sigrún,
Astþór Ingi og Anna Björk. Bústofn-
inn stækkaði smátt og smátt, þau
byggðu upp fjárhús, fjós og hlöðu og
voru bæði kappsöm um að ná árangri,
ná inn góðum heyjum, rækta jörðina
og bústofninn, og hugsa vel um skepn-
urnar.
Árið 1969 dó Tryggvi, faðir Ólafs,
og fluttu þau sig það ár að Raufarfelli
III og tóku þar við búi, þar sem
tengdamóðir Bóelar, Kristín María
Guðjónsdóttir, bjó hjá þeim til
dánardags 1986. Á Raufarfelli fæddust
þeim börnin Jón Pálmi, Rósa íris og
Katrín Jóna. Eldri börnin hjálpuðu til
heima. Það var mikið starf sem beið
fjölskyldunnar að byggja fyrst nýtt
íbúðarhús 1971 og á næstu árum öll
útihús. Það var oft langur vinnu-
dagurinn hennar Bóelar, en það var
eins og það væri hennar gleði, svo
dugmikil og vinnusöm var hún. Og
-270-