Goðasteinn - 01.09.1997, Blaðsíða 45
Goðasteinn 1997
Samþykt
27. júlí um notkun vatns til áveitu og
viðhald á skurðum í Austur-
Landeyjahreppi.
Sýslunefndin í Rangárvallasýslu hefir,
samkvæmt lögum 20. desbr. 1901, um
samþyktir til varnar skemdum af vatnaá-
gangi, um vatnsveitingar og skurði, samið
og hjeraðsfundur fallist á eftirfarandi
samþykt um notkun vatns tii áveitu og
viðhald á skurðum í Austur-
Landeyjahreppi.
1. gr.
Skurðir þeir, sem samþykt þessi á sjer-
staklega við, eru:
A. Aðfærsluskurðir:
1. Hinn sameiginlegi aðfærsluskurður
úr Alunum í Sandvatn.
2. Hólmahverfis-og Bakkaskurður.
3. Ossabæjarskurður.
4. Úlfsstaðaskurður.
B. Aukaskurðir:
1. Skækilsskurður.
2. Búðarhólshverfisskurður.
3. Lágafellsskurður.
4. Skíðbakkahverfisskurður (úr
Stórutjörn í Drápslæk).
5. Hildiseyjaskurður (úr Drápslæk að
Litlu-Hildisey).
6. Fagurhólsskurður.
7. Bakkaskurður.
C. Affærsluskurðir:
1. Fljótsvegsskurður.
2. Skíðbakkahverfis- og
Bryggnaskurður.
3. Krossskurður.
4. Hólmaskurður.
2. gr.
Hreppsnefnd Austur-Landeyjahrepps skal
hafa umsjón með viðhaldi skurðanna og
notkun vatnsins eftir því, sem nánara
verður ákveðið í samþykt þessari.
Heimilt skal henni að fela eftirlitið
búnaðarfjelagi hreppsins og það aftur sjer-
stökum manni, er hæfur þykir til þess,
gegn þóknun, sem árlega skal jafna niður
eftir hundraðatali jarðanna á ábúendur, er
tilkall hafa til áveitu úr skurðum þeim, er
taldir eru í 1. gr.
3. gr.
A hverju vori, svo fljótt sem auðið er, skal
sá, er eftirlitið hefir í hvert sinn, sjá um,
að byrjað sje að veita á, og skulu þá allir
sem tilkall hafa til áveitu, skyldir til að
vinna að upptöku vatnsins, svo og, ef með
þarf, að moka upp hina sameiginlegu
aðfærsluskurði, án tillits til staðhátta eða
jarðarstærðar, og án endurgjalds. Hver sá,
er vanrækir að koma á ákveðnum tíma,
borgi 3 kr. um dag hvern, er verkið stend-
ur yfir. Gjaid þetta gengur til þeirra, er
vinna verkið í hans stað eftir ráðstöfun
eftirlitsmanns.
Eftirlitsmaður sjer um innheimtu þess, og
telst fallið í gjalddaga er verkið er unnið.
4. gr.
Skurðir þeir, sem taldir eru í 1. gr., svo og
þeir, er síðar kunna að verða gerðir, skulu
5. hvert ár teknir út af búfróðum manni,
og skal Búnaðarfjelagi íslands gefinn
kostur á að útnefna manninn, en að öðrum
kosti skal hann tilnefndur af hrepps-
nefndinni.
Skoðunarmaðurinn segir fyrir um, hvort
og hvernig skurðirnir skulu bættir. Breidd
og dýpt þeirra má eigi minni vera en þegar
þeir voru upphaflega gerðir, nema sjer-
stakar ástæður mæli með því eða geri það
nauðsynlegt.
5. gr.
Þegar byrjað er að veita á, skal sá, er eftir-
litið hefir eftir 2. gr., sjá um, að allir þeir
búendur, er tilkall hafa til áveitunnar á
áveitusvæðinu, taki upp úr skurðunum
aliar stíflur á sinn eigin kostnað, svo og
alla lausa hnausa, sem fallið hafa ofan í
-43