Goðasteinn - 01.09.1997, Side 203
Goðasteinn 1997
Ólafs saga hin sérstaka sem talið er
að Snorri hafi sainið áður en hann setti
saman Heimskringlu ber þess merki að
höfundurinn hafi verið vel að sér í
helgisagnagerð, vitað hvað hann átti að
segja um helga inenn og hvernig. Ræð-
ur einstakra manna í Ólafs sögu eru
þannig gerðar að ekki getur hjá því
farið að höfundur þeirra hafi lesið
Rómverja sögu eftir Sallust, stöðugar
vísanir og samanburður við fortíðina er
aðeins eitt dæmi þar um. Heimskringla
er aftur á móti gott dæmi um hvernig
kristin söguritun um upphaf mann-
kynsins hefur mótað söguskoðun
Snorra. Hann byrjar á upphafi nor-
rænna manna, Ynglinga sögu, sem
svarar til Genesis í veraldarsögum mið-
aldamanna. Og það er engin tilviljun að
Snorri gerir sögu Ólafs helga að kjarna
verksins; hann var þjóðartákn Norð-
manna, höfuðdýrlingur og Ólafur
Tryggvason sem á undan honum kom,
var fyrirrennari hans. Þarna speglast
guðfræðileg hugsun sem ómenntaður
maður hefði varla komið fyrir í texta. I
formála Heimskringlu verður líka vart
við orðræðu um heimildargildi drótt-
kvæða, þar sem greinilega er rökrætt
við norska sagnaritarann Theodricus
sem skrifaði á latínu og efaðist um
gildi kvæða frá ákveðnu tímabili sem
sögulegra heimilda. Snorri gerir hins
vegar skáld að sjónarvottum og gildir
þá stundum einu hvort þau hafa séð
atburðina eða ekki.
Öll þessi atriði sem ég hef hér rakið,
finnst mér benda í þá átt að Snorri hafi
verið hálærður inaður á sinnar tíðar
vísu. Hann gengur ekki í skóla eftir að
hann fer frá Odda og við höfum engar
spurnir af honuin erlendis við nám. En
Snorri lætur ekki mikið á lærdómi
sínum bera, hann slær ekki um sig með
latneskum hugtökum eins og Ólafur
bróðursonur hans, hvítaskáld; hann
kann að fela kunnáttu sína, en sá sem
skyggnist um í verkum hans, sér brátt
að hann kann að notfæra sér hana á
hinn ísmeygilegasta hátt. Er ekki vísast
að hann hafi numið þessa kurteisi
lærdómsins í Odda?
En hvers konar skóli var þá í Odda?
Eins og fyrr kom fram í tilvitnunum úr
Þorláks sögu hefur prestum verið kennt
þar; það fær stuðning af því sem segir í
Páls sögu um Pál Jónsson. En skólinn í
Odda hefur ekki verið annexía frá
Skálholti, eins og Haukadalur hefur
líklega verið. Þar hefur verið einka-
skóli sem einn eða fleiri lærðir menn
hafa tekið pilta í læri, eins og tíðkaðist
fram eftir öldum. (Síðustu dæmin eru:
séra Hjörleifur Einarsson á Undirfelli í
Vatnsdal og séra Þorgrímur Sigurðsson
á Staðarstað.) Þessum líkindarökum er
erfitt að hafna. En býr ekki eitthvað
meira undir lýsingum Þorláks sögu,
einkum þó latnesku brotunum af sögu
hans, þegar Jón Loftsson er kallaður,
princeps patriae, þjóðhöfðingi? Jón
lætur yrkja kvæði, Noregskonungatal,
um konungborna áa sína. Þetta kvæði
gæti verið vísbending um að Jón hafi
komið sér upp hirð, látið yrkja sögu-
kvæði um forfeður sína eins og norskir
konungar létu gera, um leið kennt ung-
-201-