Goðasteinn - 01.09.1997, Side 227
ANNÁLAR
Goðasteinn 1997
Sóknir
Prestaköll og sóknir í
Rangárvallaprófastsdæmi
Sex prestaköll eru í Rangárvalla-
prófastsdæmi. Þau eru þessi:
1. Holtsprestakall, með Eyvindar-
hólasókn, Asólfsskálasókn og Stóra-
dalssókn. Sóknarprestur er sr. Halldór
Gunnarsson.
2. Bergþórshvolsprestakall, með Kross-
sókn og Akureyjarsókn. Sóknarprestur er
sr. Páll Pálsson.
3. Breiðabólsstaðarprestakall, með
Breiðabólsstaðarsókn, Stórólfshvolssókn
(frá 1.7. 1996) og Hlíðarendasókn. Sóknar-
prestur er sr. Sváfnir Sveinbjarnarson, sem
jafnframt er prófastur Rangárvallaprófasts-
dæmis.
4. Oddaprestakall, með Oddasókn,
Stórólfshvolssókn (til 30.6. 1996) og
Keldnasókn. Sóknarprestur er sr. Sigurður
Jónsson.
5. Kirkjuhvolsprestakall, með Hábæjar-
sókn, Arbæjarsókn og Kálfholtssókn.
Sóknarprestur er sr. Auður Eir Vil-
hjálmsdóttir.
6. Fellsmúlaprestakall, með Skarðs-
sókn, Marteinstungusókn og Hagasókn.
Sóknarprestur er sr. Halldóra J. Þorvarðar-
dóttir.
Þá er starfandi hvítasunnusöfnuður í
Rangárþingi, við Hvítasunnukirkjuna í
Kirkjulækjarkoti. Forstöðumaður safn-
aðarins er Hinrik Þorsteinsson.
Þessara prestakalla verður nii allra getið
hér á eftir, í sömu röð. Sé annars ekki
getið, eru annálarnir frá sóknarprestunum.
En fyrst er þó greinargerð frá prófasti um
prófastsdæmið.
Rangárvallaprófastsdæmi
Héraðsfundur Rangárvallaprófasts-
dæmis 1996 var haldinn í Þykkvabæ 27.
okt. og hófst að vanda með guðsþjónustu í
Hábæjarkirkju sem nú er eins oft nefnd
Þykkvabæjarkirkja og mun sú nafnbreyt-
ing vera að frumkvæði heimamanna sem
vilja nefna kirkjuna svo.
Þjónustu í kirkjunni önnuðust þær sr.
Auður Eir Vilhjálmsdóttir, heimaprestur og
sr. Halldóra J. Þorvarðardóttir. Að lokinni
guðsþjónustu hófst fundurinn í nýlegum
og vistlegum húsakynnum Þykkva-
bæjarskóla, með því að prófastur las ritn-
ingarorð og flutti stutta hugleiðingu um
hlutverk kirkjunnar og áhrif hennar til
mótunar einstaklinga og samfélags. Hann
gat um ósætti innan kirkjunnar, úrsagnir úr
þjóðkirkjunni o.fl., sem hann taldi fremur
vitna um dómgirni manna en kærleika til
kirkjunnar. Varast bæri að leggja of mikið
upp úr embættum og ytra skipulagi og
einhliða áherslu á aðstöðu, tjármagn og
steinsteypu. Styrkur kirkjunnar liggur ekki
í auðæfum og ytra valdi. Hún á ekki að
vera veraldleg valdastofnun. Styrkur henn-
ar er fólginn í boðun og þjónustu í anda
frelsarans Jesú Krists. I þeim mætti orðs
og anda sem óháður er ytri kjörum og
-225-