Goðasteinn - 01.09.1997, Side 104
Goðasteinn 1997
að bíða í sandi meðan skip voru í róðri
og láta þá sem reru vita ef skilyrði til
lendingar breyttust til hins verra.14 Ef
sjór versnaði svo að landmanni virtist
útlitið ekki gott setti hann upp veifu á
fjörukampinum. Brugðust þeir sem
voru í róðri þá skjótt við og reru til
lands. Þegar skip sem veifað hafði ver-
ið að, kom að eyrunum, leiðbeindi
landmaður skipverjum við lendinguna.
Ef sjó hafði brimað svo að landmaður
teldi ekki vera lendandi, fór hann upp á
kampinn og gekk þar fram og aftur
með veifuna. Var það kallað að veifa
frá. Væri mönnum veifað frá reru þeir
yfirleitt til Eyja. Stundum kom þó fyrir
að þeir færu útfyrir brimgarðinn og
biðu þar þangað til hægt var að lenda.
Frá undirbúningi lendingar og lendingu
segir Þórður frá Bakka svo frá:
Þegar komið var að landi var lending
undirbúin utan við útróðurinn, fiskur var
seilaður, stafnbúi greiddi kollubandið og
lagðist á krappann, viðbúinn að hlaupa upp
með það um leið og skipið tók niðri.
Þegar formaður kallaði lagið, var tekið
rösklega í áramar og róið eftir mætti. Lagið
var valið þannig að landsjórinn félli undir
skipinu framanverðu, svo því skilaði vel
upp og slægi fljótt flötu við sandinn. Meðan
skipinu sló, renndu menn sér út af sjóborði
(fóru utan undir), 2-4 eftir stærð skipanna,
áttu þeir að varna því að útsogið legði það á
sjó.
Þar sem landsjór var harður var farið
upp með tvö bönd, kollubandið og hnútu-
14 Björg Jónsdóttir 1974:74
15 1975:219-220
16 sbr. Guðmundur Daníelsson 1962:190
17 sbr. Þórður Tómasson 1993:105
band. Það var fest í langband á sjóborða,
við fremstu þóftu. Var það mjög áríðandi
við lendingar að bandamenn væru
viðbragðsfljótir og fótvissir. í hvert skipti
sem skipi var ýtt eða lent við sandana þótti
sjálfsagt að gera það með svo miklum flýti
sem unnt var.15
Þegar róið var, var venja að láta ein-
hvern, vanalega ungling, gæta hestanna
fyrir þá sem reru. Nefndist sá sem
starfinu sinnti, vöktunarmaður eða
vöktunarstúlka, eftir kyni. Starf vökt-
unarmanns fólst í því að fara um leið
og þeir sem reru fram í sand og þegar
þeir voru rónir að fara með hesta
sjómannanna heim að bæ í betri haga.
Þurfti hann að fylgjast með hestunum
meðan róið var og koma með þá fram í
sand þegar sjómennirnir höfðu veifað
eftir lendingu. Fyrir vikið fékk vökt-
unarmaður sem nam hálfum hlut.16
Þegar í land var komið var aflanum
skipt. Oft voru margir komnir niður í
sand til að sjá hvernig hefði fiskast og
jafnvel að reyna að fá smábita í soðið.
Oftar en ekki komu þeir sem fóru í
sand einhverju ríkari heim að kvöldi.
Föst venja var að drengur gæfi fyrsta
fiskinn sem hann veiddi, svokallaðan
Maríufisk, einhverjum þurfandi og var
þá jafnan launað með góðunt fyrir-
bænum og blessun.
Þegar aflanum hafði verið skipt, hélt
hver heim á leið með sinn hlut.
Svokölluð sandvirki voru notuð til að
flytja fiskinn úr sandi. Hefði lítið
fiskast gat sá sem var á heimleið seilað
hann fyrir aftan sandvirkið. Ef mikið
fiskaðist var fiskurinn seilaður á sand-
-102-