Goðasteinn - 01.09.1997, Síða 212
ANNÁLAR
Goðasteinn 1997
Sveitarfélög
Vestur-Eyjafjallahreppur
íbúar V.-Eyjafjallahrepps voru þann 1.
desember 1996 alls 189, og hafði fækkað
frá fyrra ári urn níu. Skiptingin er þannig:
103 karlar og 86 konur. íbúar á aldrinum
0-14 ára voru 47, 15-18 ára voru 11, 19-66
ára voru 106, 67 ára og eldri voru 25.
Frjósemi var ansi slök, en ekkert barn
fæddist á árinu.
Landbúnaður
Eins og fyrr er hefðbundinn landbún-
aður aðalatvinna flestra íbúanna. Sam-
kvæmt forðagæsluskýrslum voru naut-
gripir alls 1.559, fjölgar um 78, sauðfé:
5.104, fjölgar um 95. Hross voru 833,
fjölgar um 52. Fiðurfé var 182, fjölgar um
25 og minkar voru 680 og fjölgar unr 333.
Heyfengur var um 35.200 rúmmetrar og að
langmestu leyti rúllur. Kartöflur voru 11,9
tonn og rófur 1,3 tonn.
Mikil aukning varð í kornrækt á árinu
og uppskera varð 264.1 tonn í stað 56,6
tonn árið áður. Ekki er annað að sjá á þess-
um tölum en að bændur séu bjartsýnir á
framtíð búskapar í hreppnum. Innlögð
mjólk í Mjólkurbú Flóamanna var
2.100.766 lítrar.
Onnur atvinnumál
Þjónusta við ferðamenn hefur verið
vaxandi, og er hún nú stunduð á nokkrum
bæjum í sveitinni. Einnig hafa umsvif auk-
ist bæði í Hamragörðum og Heimalandi en
þar er starfsemi á vegum sveitarfélagsins.
Grunnskólinn veitir einnig hlutfallslega
mikla atvinnu, þrír fastráðnir kennarar auk
nokkurra stundakennara, skólabílstjórar,
ráðskona í mötuneyti, vinna við ræstingar
o.fl. 12 unglingar voru í unglingavinnunni
og unnu þau mikið og gott starf, m.a. við
hreinsun og trjáplöntun við Heiinaland,
skólann og í Hamragörðum. Einnig unnu
þau við málningu, landgræðsluverkefni
o.fl. Nokkrir einstaklingar sækja einnig
vinnu annars staðar, og þá einkum á
Hvolsvöll.
Framkvæmdir
Helstu framkvæmdir á vegum hrepps-
ins var bygging parhúss við Seljalands-
skóla. Húsið er tvær íbúðir alls um 180 fer-
metrar. Við verkið unnu bæði heimamenn
og verktakar utan sveitar. Flutt var inn í
aðra íbúðina í desember, en þá var húsið
nærri fullbúið, frágangur lóðar og hluta
gólfa ófrágenginn. Kostnaðarverð hússins
er um 13 milljónir.
A vegum Skála ehf. var unnið að virkj-
un borholunnar, byggt dæluhús og lögð
hitaveitulögn í Skálahverfi og út að Núpi.
Hafin var bygging á einu íbúðarhúsi og
einu fjósi í hreppnum á árinu, ásamt
ýmsum endurbótum. Þá var einnig byggð
heimarafstöð á einu býli, afl um 24 kw.
A vegum hreppsins fóru af stað mæl-
ingar á nokkrum lækjum til að kanna virkj-
unarmöguleika, og gerð lausleg könnun á
samanburði kostnaðar við raforkuvirkjun
og borun eftir heitu vatni.
Skólamál
Á þessu ári tóku sveitarfélögin að fullu
við grunnskólanum. Það fylgir því aukin
vinna og ábyrgð. Grunnskólanemendur á
vegum sveitarfélagsins eru 44. Þeir skipt-
ast þannig: Seljalandsskóli 30 nemendur,
8.-10. bekkur í samrekstri með A.-Eyja-
fjallahreppi í Grunnskólanum Skógum 11
nemendur, Hvolsskóla 2 neinendur og einn
nemandi í Sólvallaskóla Selfossi.
Leikskóli er rekinn af hreppnum að
Heimalandi 2 daga í viku. Blómlegt starf
Tónlistarskóla Rangæinga setur svip sinn á
félagsstarf í sveitinni, en nemendur í tón-
-210-