Goðasteinn - 01.09.1997, Blaðsíða 165
Goðasteinn 1997
Jarðfræðingarnir komu austur strax
sama daginn, Pálmi Hannesson og
Sigurður Þórarinsson. Þeir fóru þegar
upp að fjallinu, og flugvélar sveimuðu
yfir. Jarðfræðingarnir héldu aðallega til
í Næfurholti og á Galtalæk.
Okkur fannst við ekki vera í neinum
háska stödd, þrátt fyrir gosið. En jarð-
fræðingarnir óttuðust mest jarðskjálfta,
og því komu þeir okkur fyrir í Gunn-
arsholti, eldra fólki, konum og börnum,
en karlarnir urðu eftir heima og hirtu
um skepnurnar. Við vorum hálfan mán-
uð í Gunnarsholti, og þar var dekrað
við okkur. En það komu engir jarð-
skjálftar, ekki annar en sá fyrsti þegar
gosið byrjaði, en það var stöðugur
titringur lengi. Um haustið, í septem-
ber, kom snarpur kippur.
/
Ahrifin
— Fólk hugsaði lítið um hvort þetta
gæti orðið til þess að það yrði að hætta
búskap. Askan fór þó illa með okkur.
Hún féll rétt strax í gosinu. Það spratt
þó undan henni og við gátum heyjað.
Eins skemmdi vikurinn mikið. Run-
ólfur í Gunnarsholti var þá nýkominn
þangað og hjálpaði okkur mikið. Hann
plægði túnin þar sem þess þurfti.
Ferðafólk dreif að úr Reykjavík til
að sjá gosið. Kerlingarnar voru svo
fínar, þær komu jafnvel í upphlutum og
á peysufötum. Þetta þótti skelfingar
óskapa viðburður. Hekla hafði ekki
gosið í 100 ár. Það var þó hugsunar-
leysi hjá fólkinu sem kom að sunnan að
það var alveg allslaust, hafði ekkert
með sér og hafði engin ráð með að
útvega sér húsaskjól. Því var mikil
gestanauð á bæjunum, mest í Næfur-
holti.
Það var heilmikill samgangur milli
manna, og margir sem komu austur.
Oft var glaumur og gaman, og fólk dró
sig meira að segja saman. Tvær dætur
Haraldar í Hólum trúlofuðu sig í gos-
inu og sonur hans náði sér líka í konu
þá.
Jarðfræðingarnir reistu skúr í Næf-
urholti þar sem þeir höfðu bækistöð
fyrir sig. Þar var einhverntíma slegið
upp balli ef ég man rétt.
Gosið var tilkomumikið að sjá, og
það gekk óskaplega mikið á. Jarðfræð-
ingarnir komu aðallega á bæina til að
friða okkur og fræða okkur um hvað á
gengi. Þeir voru ósköp nærgætnir við
okkur, og við vorum óhrædd.
Á Þorleifsstöðum og Rauðnefs-
stöðum flosnaði fólk upp í gosinu. Þær
jarðir fóru illa, og eins var mikil eyði-
legging í Fljótshlíðinni.
Það rann mikið hraun í gosinu en
kom ekki nálægt okkur. Aðallega rann
það í Næfurholtslandi.
Ég bjó enn í Haukadal þegar Hekla
gaus 1970 og þá var meiri gestagangur
hjá okkur. Það var enginn friður, hvorki
daga né nætur. Þarna rifjaðist ýmislegt
upp frá liðnum dögum.
Mér þótti aldrei afskekkt í Hauka-
dal. Ég var vön þessu og mér þótti
alltaf gaman að eiga þar heima. Þangað
fer ég enn eins oft og ég get. Þar átti ég
góða nágranna og á góðar minningar
frá liðnum dögum.
-163-