Goðasteinn - 01.09.1997, Side 273
ANNÁLAR
Goðasteinn 1997
Dánir
hún tók þátt í störfum kvenfélagsins
Fjallkonunnar og söng í kirkjukór
Eyvindarhólakirkju. Kúabú þeirra var
með betri kúabúum landsins með hárri
meðalnyt, sem var þakkað góðri um-
hirðu og ræktun.
Barnabörn þeirra eru 10 og það var
ætíð tilhlökkun og gleði þegar þau
fæddust og komu síðar í heimsókn.
Arið 1992 kom á heimilið Rósa Iris
með manni sínum Róbert Má Jónssyni
til að takast á við búskapinn með þeim
og mikið glöddu börnin þeirra afa og
ömmu.
I lok nóvember 1994 komu í ljós
þau veikindi sem hún þurfti að standa
frammi fyrir og var ákveðin í að sigra
með hjálp fjölskyldu sinnar, systkina
og bænheyrslu Drottins Guðs. Hún
andaðist á Landsspítalanum í Reykja-
vík 27. janúar 1996.
Séra Halldór Gunnarsson í Holti
Einar Ingi Einarsson í Varmahlíð
Einar Ingi fæddist foreldrum sínum
15. desember 1931, hjónunum Ingi-
J björgu Bjarnadóttur frá Ysta-Skála,
sem hafði átt sitt æskuheimili í Vest-
mannaeyjum og Einari Sigurðssyni í
Varmahlíð. Ingi var næst yngstur 6
systkina, en nú eru fjögur þeirra eftir
lifandi, Þóra Dóra, Hólmfríður, Sigríð-
ur Bjarney og Guðný Svana.
Heimilið í Varmahlíð var mann-
margt menningarheimili, þar sem voru
í heimilinu þegar Ingi fæddist föðurafi
hans og amma, Guðmundur Oskar
Sigurðsson, uppeldisbróður hans og
Axel Olafsson, sem síðar hóf búskap í
Vallnatúni, auk gesta sem oft gistu.
Ingi ólst upp við baðstofumenningu,
þar sem húslestrar voru viðhafðir á
veturna.
Ingi tók ungur þátt í bústörfum
heima, lærði til verka með systkinum
sínum og eftir að faðir hans fótbrotn-
aði árið 1940 voru bústörfin utan dyra
meira á ábyrgð systkinanna, einkum
Inga eftir því sem hann varð eldri og
hin systkinin fluttu að heiinan og
stofnuðu sín heimili. Hann fór aðeins
einu sinni eða tvisvar á vertíð til Vest-
mannaeyja, en að öðru leyti tókst hann
án orða við að stjórna búinu heima í
Varmahlíð.
1960 var íbúðarhúsið byggt. Rétt
áður höfðu ljárhúsið og vélageymslan
verið byggð og síðast fjósið með
öllum nýjungum hins nýja tíma. Jörðin
var landlitil svo það var nauðsynlegt
með stærri bústofni að sækja heyskap
að og var sótt á Skógasand um ræktun
og síðan heyskap. Þegar möguleiki
gafst, upp úr 1970, þegar Holtsá var
stokkuð fram, var sandurinn fyrir aust-
an ána undirbúinn til sáningar og síðan
ræktuð þar tún.
-271-