Goðasteinn - 01.09.1997, Blaðsíða 297
ANNÁLAR
Goðasteinn 1997
Dánir
Jón Ingi Jónsson, Deild
Jón Ingi Jónsson var fæddur í
Dufþaksholti í Hvolhreppi 8. febrúar
1911 og lést á Landsspítalanum í
Reykjavík 30. ágúst 1996. Foreldrar
hans voru hjónin Guðlín Jónsdóttir og
Jón Jónsson er bjuggu í Dufþaksholti
1909-1917, en það ár missti Ingi föður
sinn, þá aðeins 6 ára að aldri. Móðir
hans bjó þó áfram með börnum sínum
sem voru 4 talsins. Auk Inga, sem var
elstur, voru systur hans þrjár, Elín, sem
lést 1985, Ólöf og Ingibjörg sem lifa
bróður sinn.
Arið sem Ingi fermdist brá móðir
hans búi og strax eftir ferminguna
réðist Ingi í vinnumennsku að Efra-
Hvoli til sýslumannshjónanna þar,
Björgvins Vigfússonar og Ragnheiðar
Einarsdóttur, og var þar í 3 ár. Minntist
hann jafnan veru sinnar þar með mik-
illi ánægju, enda var þar upplífgandi
og glaðvært menningarheimili og hús-
bændurnir lögðu sig fram um að veita
fólki sínu jöfnum höndum fræðslu og
skemmtun þegar tóm gafst til frá dag-
legum störfum.
Frá Efra-Hvoli réðist Ingi síðan inn
í Fljótshlíð. Fyrstu sporin hans þar
lágu að Eyvindarmúla, en síðan upp úr
1930 kom hann að Múlakoti til heið-
urshjónanna Guðbjargar Þorleifsdóttur
og Túbals K. Magnússonar. Hjá þeim
og síðar syni þeirra, Ólafi Túbals og
konu hans Láru Eyjólfsdóttur, var
hann allmörg næstu árin, en tók þá
jafnframt að sækja til Vestmannaeyja á
vetrarvertíðum eins og svo algengt var
um þær mundir. Óhætt mun að segja
að Ingi hafi verið heppinn með heimili
og húsbændur eftir að hann, föðurlaus
og nýfermdur, varð að fara til vanda-
lausra og hefja sína lífsbaráttu með
tvær hendur tómar. Hafa þau myndar-
heimili sem áður voru nefnd reynst
honum góður skóli. Þar hefur hann
mótast og þroskast undir handleiðslu
sinna góðu húsbænda, jafnvel með
farsælli og árangursríkari hætti en
einatt vill henda á okkar langskóla- og
lærdómsöld.
í Múlakoti hitti Ingi einnig sinn
lífsförunaut, Soffíu Gísladóttur, en hún
var fósturdóttir þeirra Guðbjargar og
Túbals. Þau Ingi og Soffía gengu í
hjónaband í Vestmannaeyjum 2. sept.
1939 og bjuggu þar fyrstu hjúskaparár
sín, en voru þó á sumrin í Múlakoti og
síðan á Tumastöðum frá 1944 er
Skógrækt ríkisins hóf þar starfsemi
sína. Um vorið 1946 fluttu þau heimili
sitt að Tumastöðum með börn sín ung,
þau Þóri Þröst 6 ára og Hrefnu á 1. ári.
Var það eftirminnilegt ferðalag, því
farið var upp í Landeyjasand með börn
og búslóð með þeim ferðamáta sem
tíðkast hafði um liðnar aldir, en brátt
heyrði sögunni til eftir þetta.
-295-