Goðasteinn - 01.09.1997, Side 295
ANNÁLAR
Goðasteinn 1997
Dánir
/
Jón Arnason, Vestur-Sámsstöðum
Jón Arnason var fæddur á Vestur-
Sámsstöðum í Fljótshlíð 16. júní 1899
og lést 28. júní 1996 á heimili sínu að
Vestur-Sámsstöðum. Foreldrar hans
voru hjónin Þórunn Jónsdóttir og Arni
Arnason. Þau bjuggu fyrstu búskapar-
ár sín á Kirkjulæk og eignuðust þar
þrjár dætur, en fluttust árið 1898 að
Vestur-Sámsstöðum þar sem þeim
fæddust tjórir synir og var Jón þeirra
elstur. Systkini Jóns voru í aldurssröð
talin: Arnheiður Þóra, Þorbjörg, dó á
1. ári, Sara Þorbjörg, Sigurður, Arni og
Tryggvi. Við fráfall Jóns er aðeins
Sigurður eftir á lífi af þessum syst-
kinahópi.
Jón ólst upp með foreldrum sínum
og systkinum á Sámsstöðum, þar sem
iðjusemi og atorka var í hávegum
höfð. Enda var Arni faðir hans fremst-
ur bænda í jarðabótum og ræktun á
þeim tíma og afköst hans á því sviði
slík að undrum sætir, þegar allt var
unnið með handverkfærum og síðar
einnig með hestum. I þessu kom Jón
til liðs við föður sinn svo um munaði
strax og hann hafði aldur til. Dags-
verkin að jarðabótum þar á Sáms-
stöðum skiptu hundruðum á ári þegar
Jón og bræður hans voru að komast til
manns og hefur það erfiði allt eflt þá
en ekki beygt, svo sem augljóst er af
háum aldri þeirra og atorkusemi alla
tíð.
Nokkrar vetrarvertíðir var Jón í
Vestmannaeyjum og einnig var hann
togarasjómaður um nokkurt skeið. En
römm var sú taug er tengdi hann við
sín föðurtún. Eftir lát Þórunnar móður
Jóns árið 1927 bjó Árni faðir hans
áfram til 1932, en fékk þá jörð og bú í
hendur sonum sínum, þeim Jóni og
Sigurði. Hóf Jón þá búskap á sínum
helmingi jarðarinnar ásamt konu sinni
Guðrún Árnadóttur frá Hlíðarendakoti,
en þau höfðu gengið í hjónaband 14.
nóv. 1930. Héldu þau hátt merki for-
vera sinna í ræktun og uppbyggingu
allri og reistu þau öll hús ný á jörð
sinni á árunum 1944-1956 með slíkum
myndarbrag að athygli vakti, bæði
þeirra sem leið áttu hjá og hinna sem
þangað komu heim og fengu að kynn-
ast því og sannreyna að allt var þar
með sama brag myndarskapar og
snyrtimennsku, hvort sem litið var úr
fjarlægð eða nálægð, hvort sem var
utan dyra eða innan. Um þetta allt
voru þau hjónin samtaka og samhent -
og verkin sýna merkin.
Þau hjónin Jón og Guðrún eign-
uðust 3 börn: Árna, Þórunni og Guð-
ríði og var þeirra þáttur einnig stór,
eftir að upp komust, í uppbyggingu og
umsjá bús og heimilis. Dótturdóttir
Jóns, Erla Hlöðversdóttir, var einnig
-293-