Goðasteinn - 01.09.1997, Side 285
ANNÁLAR
Goðasteinn 1997
Dánir
að hjálpa til heima og takast á við þau
störf önnur en til féllu, í nokkur sumur
og haust við byggingu varnargarða við
Markarfljót, þar sem honum ungum
var falið að vera flokksstjóri.
Arið 1930 kynntist hann Svövu
Björnsdóttur frá Austur-Haga í Aðal-
dal í Þingeyjarsýslu sem þá var ný-
komin á vertíð til Vestmannaeyja. Þau
voru um svo margt lík, alin upp við
líkar aðstæður. Þau giftust 23. desem-
ber 1934 og stofnuðu heimili sitt fyrst
í einu herbergi á Fögruvöllum í Eyjum
hjá Guðlaugi Hanssyni og Málfríði
Arnadóttur, öldruðum hjónum sem
opnuðu heimili sitt móti þeim báðum.
Fyrstu árin bjuggu þau við þröngan
kost og unnu bæði, hún við þjónustu-
störf á sjúkrahúsi og hann við smíðar.
Heimilið var lagfært og stækkað með
smíðum Guðna og eftir dag gömlu
hjónanna eignuðust þau Fögruvelli,
heimilið þar sem börnin fæddust þeim.
Fyrst fæddist Auðbjörg 1931 í
Stóra-Dal og var tekin þar til fósturs
með svo mikilli gleði, og því var sorg-
in svo mikil þegar hún var kölluð á
braut í slysi sem varð þremur árum
síðar. Síðan fæddust þau Björgvin
1935, Nína 1944 og Vignir 1946.
Guðni hélt uppteknum hætti við að
vinna við smíðastörf á veturna, en á
sumrin fór hann heim að Stóra-Dal,
hjálpaði systkinum sínum við lag-
færingar og smíðar, einnig vann hann
við ýmis störf, í vegavinnu og við
smíðar hjá bændum. I Vestmanna-
eyjum vann hann lengi við bátavið-
gerðir og bátasmíðar og síðar hjá
Hraðfrystistöðinni og búnaðist vel.
Svava lá á sjúkrahúsi í Vestmanna-
eyjum þegar gosið hófst þar í janúar
og lést á Landspítalanum í Reykjavík
14. febrúar 1973. Eftir gosið kom Nína
dóttir hans að Föruvöllum með fjöl-
skyldu sína og bjó þar með Guðna til
1977, en eftir það bjó Guðni með son-
um sínum og tengdadætrum til 1993,
en þá fór hann til dvalar á Hraunbúðir.
Á efri árum naut hann þess einkum
að vera með barna- og barnabarna-
börnum sínum, sem voru alls 28, þegar
hann lést hinn 5. maí 1996.
Séra Halldór Gunnarsson í Holti
/
(Olafur) Gústaf Sigurjónsson,
Torfastöðum J
Ólafur Gústaf Sigurjónsson var
fæddur á Lambalæk í Fljótshlíð 28.10.
1925 og lést að heimili sínu á Torfa-
stöðum 29.9. 1996. Foreldrar hans
voru Guðbjörg Gunnarsdóttir og Sig-
urjón Þórðarson er hófu búskap sinn á
Sámsstöðum fyrstu tvö árin, 1915-17,
en bjuggu síðan á Lambalæk um hál-
frar aldar skeið, allt til ársins 1967.
-283-