Goðasteinn - 01.09.1997, Síða 195
Goðasteinn 1997
og ástundan klerkdómlegra lista. Þann-
ig er nokkurn veginn víst að á 12. öld
hafi allnokkurt fræðslustarf farið hér
fram á vegum biskupanna og á 13. öld
hafi dómskólar að jafnaði verið starf-
ræktir bæði sunnan- og norðanlands.
En hvers konar menntasetur var þá í
Odda? Var það einkaskóli þar sem einn
lærdómsmaður af voldugri höfðingja-
ætt hélt uppi kennslu prestsefna líkt og
í Haukadal? Eða var það hirðskóli, þar
sem fósturlandsins höfðingi, princeps
patriae, eins og Jón Loftsson er nefn-
dur í latneskri gerð af Þorláks sögu
(Byskupa sögur 1978:165), lét kenna
ungum mönnum rétta siðu og háttu, til
að koma þeim til höfðingja? Til þess að
skera úr um þetta, þarf m. a. að íhuga
hverskonar námsefni var sagt fyrir í
skólanum. Klerksefni lögðu t. d. stund
á þríveginn, þ. e. a. s. málfræði,
mælskulist og rökfræði eða þrætubók,
eins og greinin er nefnd í forníslen-
skum heimildum. Prestar þuiftu líka að
kunna söng og tímatalsreikning, þannig
að einhverjar greinar fjórvegarins urðu
þeir að kunna. Talið hefur verið að
ekkert menntasetur á miðöldum hafi
verið svo illa mannað að auk þríveg-
arins hafi ekki verið kennd ein eða
fleiri greinar fjórvegarins.
Það hefur verið hald fræðimanna að
kennsla prestsefna hér á landi hafi
verið fátæklegri en annars staðar í
Evrópu. Hafa þeir þá aðallega dregið
ályktun af lagaákvæðum Grágásar, þar
sem fram kemur að námstími hafi verið
styttri en í grannlöndunum. Vera má að
efnahagur kirkjubænda hafi valdið
þessu, þar eð gert var ráð fyrir að þeir
sæju prestsefnum fyrir fæði og húsnæði
meðan á námi stóð. Osagt skal hér látið
hvort námstíminn hefur leitt til þess að
prestar hafi vígst lítt kunnandi á bók en
fræg er kvörtun Þorláks helga á einum
stað undan menntunarskorti klerka.
Hann taldi það vera mikið ábyrgðarráð
að vígja fákunnandi prestsefni. Ekki er
heldur vitað hvaða námskröfur voru
gerðar hér á landi; frá námsefninu er
ekki greint. Þess vegna verður annað-
hvort að draga ályktanir um það af því
sem kennt var erlendis eða reyna að
toga út úr innlendum fræðiritum, þýdd-
um sem frumsömdum, hvað kennt hafi
verið.
Á meginlandi Evrópu breyttist
námsefni lítið allt fram á 11. öld en þá
eykst lesefni úr klassískum, rómversk-
um bókmenntum. Byrjendur studdust
við latneska málfræði Dónats (4. öld e.
Kr.) og Priscíanusar (5. öld e. Kr.), en
lesefnið var oftast úr dæmisögum
Esóps. Reyndar tíðkaðist líka að dæmi-
sögurnar væru lesnar í bundnu máli, í
gerð Avíanusar sem uppi var á 4. öld.
Trójumanna sögur á latínu (Homerus
latinus eða Ilias latina) voru mjög
víðlesnar sem og Physiologus og
Elucidarius. Þá var Rómverja saga eftir
rómverska sagnaritarann Sallust mjög
vel kunn og sumt af kveðskap latneska
skáldsins Ovíðs.
Physiologus er furðudýratal, eins
konar kristin táknfræði. Elucidarius er
fræðslukver um guðs kristni og fjallar
m. a. um sköpun heimsins; það er í
spurnarformi, þar sem lærisveinn spyr
-193-