Goðasteinn - 01.09.1997, Side 174
Goðasteinn 1997
lið hans komið á Þríhyrningshálsa um
nónbil mánudaginn 20. ágúst árið 1011
og Njálsbrenna þá orðið nóttina milli
20. og 21. ágúst.
Ýmislegt í frásögn Njálu um ferð
þeirra Flosa þarfnast íhugunar áður en
reynt er að meta hve trúverðug hún er
og hve löng reið Flosa var og hver
ferðahraðinn kunni að hafa verið.
Fyrst er þess að gæta, þótt það varði
ekki frásögn Njálu beint, að vafasamt
er, hvort þeir Flosi hafi riðið járnuðum
hestum, þar eð íslendingar hafa vafa-
laust ekki járnað hesta sína með skei-
fum fyrr en á 11. öld eða jafnvel enn
síðar (sjá Kristján Eldjárn(3)). Okkur
nútíma mönnum gengur vissulega illa
að skilja, að menn hafi riðið hestum
járnlausum í löngum leiðöngrum langt
fram á miðaldir. Engu að síður virðist
þetta vera bláköld staðreynd(3).
Flosi lagði mjög upp úr bænum og
messugjörð, ef trúa má frásögn Njálu.
Vel má vera, að Flosi hafi í raun verið
trúmaður. Hitt kann þó að vega þungt,
að bænir eða helgar tíðir fyrir stórátök
getur vel stillt menn saman og gert þá
beittari til átaka en ella væri. Slíkt var
og gildi sjóferðabæna áður fyrr.
Þeir Flosi riðu vestur Lómagnúps-
sand. Þessi sandur heitir nú Skeiðar-
ársandur. Breytt nafngift á sandi þess-
um bendir til þess, að á 11. öld hafi
hvorki Skeiðará, né aðrar ár, eða
jökullinn í norðri sett mark sitt á sand-
inn, heldur miklu fremur hið rismikla
og volduga fjall vestan sandsins. Er því
freistandi að ætla, að vatnsföll hafi ekki
markað sandinn eins og nú er og greið-
farnara hafi verið yfir hann.
Af 126. kafla Njálssögu er svo að
skilja, að Flosi og félagar hafi riðið
„upp á fjal 1“ frá Kirkjubæjarklaustri.
Eg skil þetta helst svo, að þeir hafi
riðið upp á heiðar ofan Kirkjubæjar-
klausturs. Sjálfur myndi ég hafa haft
tilhneigingu til þess að fara Holtsdal og
að Skaftárdal og í trausti þess, að
Skaftá hafi verið fær þar nærri, hugsa
ég mér, að leiðin hafi legið þar yfir í
Skaftártungu.
í 124. kafla er sagt, að Flosi ætli upp
úr Skaftártungu og þar norðan við jökla
(Eyjafjallajökul). Ef Flosi hefði verið
staddur í ofanverðri Skaftártungu, gæti
hafa komið til álita að ríða um
Lambaskarðshóla, yfir Ofæru, fram hjá
Álftavötnum (eru í raun aðeins eitt),
norðan Bláfjalls, um Álftavatnskrók og
þaðan á Mælifellssand. Önnur leið væri
að ríða upp Ljótarstaðaheiði, yfir
Hólmsá, um Tjaldgilsháls og þá leið á
sandinn. I báðum tilvikum lægi leiðin
vestur á sandinn nærri Strút (Meyjar-
strút). - Ég valdi að láta Flosa fara fyrri
leiðina. Hún er að vísu nokkrum km
lengri en hin leiðin, en ekki eins brött
og mjög greiðfarin (sjá mynd 1).
Flosi á að hafa riðið vestan Fiski-
vatna á leið sinni vestur á Mælifells-
sand. Einar Ólafur Sveinsson gerir að
því skóna í neðanmálsgrein við 126.
kafla í Njáluútgáfu sinni, að hér sé
annað tveggja átt við Veiðivötn, sem nú
heita svo og eru norðan Tungnár og
alveg úr leið Flosa, eða Álftavötn þau á
Skaftártunguafrétti, sem áður getur og
-172-