Goðasteinn - 01.09.1997, Side 221
ANNÁLAR
Goðasteinn 1997
Sveitarfélög
Holta- og Landsveit
Hinn 1. desember 1996 voru íbúar
Holta- og Landsveitar 388 og hafði fjölgað
um fjóra frá fyrra ári. Konur voru 182 og
karlar 206. íbúar 15 ára og yngri voru 96,
16-22 ára 253 og 67 ára og eldri 39.
Landbúnaður
Árferði var gott, vetur snjóléttur og þó
lítill jarðklaki. Gróður kom snemma og
heyfengur mikill og þótt erfitt væri að
þurrka hey á velli kemur það minna að sök
en áður, þar sem flestir nota rúllubindingu
og fá allgott fóður þó lítið sé þurrkað.
Ásettur fénaður á hausti var nautgripir
1967, þar af mjólkurkýr 651, sauðfé 6765,
hross 2982, svín 102 minkar 1030, refir
88.
Þetta eru svipaðar tölur og árið 1995.
Atvinnumál
Atvinnuleysi minnkaði á árinu vegna
rýmri stöðu á almennum atvinnumarkaði,
engu að síður vantar hér tilfinnanlega fleiri
varanleg atvinnutækifæri, ekki síst til að
skapa því unga fólki sem kýs að setjast að í
heimabyggðinni viðunandi afkomu-
möguleika. Sveitarfélagið stóð fyrir sumar-
vinnu unglinga 12-15 ára í nokkrar vikur í
samvinnu við Ásahrepp. Unglingarnir
sinntu ýmsum verkefnum, s.s. snyrtingu
lóðar á Laugalandi, hreinsun á rusli með
vegum, málningarvinnu o.fl. Eins og
síðastliðin ár voru nokkur ungmenni við
störf hjá Landsvirkjun yfir sumarmánuð-
ina, samkvæmt sérstöku samkomulagi við
fyrirtækið þar um.
Framkvæmdir
Á Laugalandi var sett upp hreinlætis-
aðstaða á tjaldsvæðinu, að öðru leyti var
þar aðallega um viðhaldsverkefni að ræða
og endurnýjun ýmiss búnaðar.
Sett var upp áningaraðstaða við Vala-
hnjúka, girðing og rétt, sem nýtast mun
hestamönnum og eins við afréttarsmölun.
Helstu framkvæmdir á vegum annarra
aðila voru að settur var upp svefnskáli við
Landmannahelli, veitt byggingaleyfi fyrir
7 sumarhúsum, hafin bygging á einu ung-
neytafjósi, byggð ein vélageymsla og end-
urbyggður einn áburðarkjallari, auk smærri
viðhaldsverkefna á sveitabýlum.
Skólamál
í grunnskólanum á Laugalandi voru í
byrjun skólaárs 85 börn í 10 bekkjardeild-
um. Þær breytingar urðu á kennaraliði
skólans að hjónin Hulda Jóhannesdóttir og
Hermann Guðmundsson hættu störfum og
fluttu úr héraðinu, en þau höfðu bæði starf-
að við skólann sem kennarar um árabil,
Hermann lengst af sem skólastjóri. I þeirra
stað voru ráðnar Kristín Hreinsdóttir, Seli
og Elín Guðjónsdóttir, Þverlæk.
í aprílmánuði tók til starfa leikskóli á
Laugalandi á vegum sveitarfélaganna
tveggja, Holta- og Landsveitar og Ása-
hrepps.
Þar sem engin reynsla var til staðar um
rekstur slíkrar starfsemi í sveitinni og
vegalengdir milli skólans og heimila barn-
anna í mörgum tilfellum langar, þótti rétt
að reka skólann fyrsta misserið sem til-
raunaverkefni meðan reynsla fengist af
vilja foreldra til að nota þjónustuna. Undir-
tektir hafa reynst mjög góðar og hafa að
staðaldri sótt skólann 17-20 börn, ýmist
hálfan eða allan daginn. Nú þykir ljóst að
skólinn sé kominn til að vera, og er stefnt
að því að lagfæra húsnæði og lóð þannig
að sem best megi sinna þörfum þessara
ungu íbúa sveitarinnar. Skólastjóri er Guð-
rún Þorleifsdóttir, Laugum.
-219-