Goðasteinn - 01.09.1997, Blaðsíða 300
ANNÁLAR
Goðasteinn 1997
Dánir
starfaði að auki utan heimilis seinni
árin er hún var matráðskona í Grunn-
skóla Vestur-Landeyjahrepps í Njáls-
búð og kenndi þar einnig handavinnu
nokkra vetur. Henni var saumaskapur
einkar laginn, sem og reyndar fleira
sem hún vann og m.a. prýðir hennar
fagra og hlýlega heimili. Allt vitnar
það um handlagni hennar og listfengi
sem var sterkur þáttur í hennar gerð.
Þá tók Jóna þátt í ýmsum félags-
störfum í sinni sveit, var lengi virk í
starfi Kvenfélagsins Bergþóru og
hljópst aldrei undan merkjum ef sam-
stöðu var þörf um brýn og gagnleg
verkefni. Mest og veglegast rými í
hjarta hennar skipaði þó heimili henn-
ar, eiginmaður og dætur sem hún lifði
fyrir, og var ávallt reiðubúin að leggja
mikið af mörkum til að tryggja velferð
þeirra og hamingju. Sömuleiðis bar
hún hag aldraðra foreldra sinna mjög
fyrir brjósti og reyndist þeim sinnug
og hugulsöm dóttir.
Jóna kenndi banameins síns, æxlis í
höfði, hálfu þriðja ári fyrir andlát sitt.
Þá fór að vonum í hönd erfiður tími og
tvísýnn, þar sem allt sem í mannlegu
valdi stóð var gert til að komast fyrir
rætur meinsins, þungbær reynsla í
deiglu þjáningar, tilvera milli vonar og
ótta. Vonin varð jafnan yfirsterkari
þáttur í fari Jónu á vegi þessarrar
reynslu, en þó einnig og ekki síður
æðruleysið. Hún gerði sér þess fulla
grein, að heilbrigði og velgengni eru
ekki sjálfsagðir hlutir í lífinu, og hafði
oft orð á því eftir að á hana var skoll-
inn bylurinn stóri seinast. En aldrei
æðraðist hún, þótt hvorki gæti hún
gripið í saumaskap né fengið til fulls
notið og sinnt um ömmubarnið litla,
Theodóru Jónu, heldur tók öllu sem að
höndum bar, og bar þjáningu sína og
neyð með þolinmæði.
Jóna var að mestu heima eftir því
sem tök voru á síðustu misserin, en lá
á Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi
síðustu mánuðina. Hún lést þar hinn 1.
febrúar 1996, 49 ára að aldri. Jóna var
jarðsett 10. febrúar 1996 að Voðmúla-
stöðum.
Sérci Sigurður Jónsson í Odda
Jónatan L. Jakobsson, skólastjóri
Jónatan Lárus Jakobsson var fædd-
ur að Torfustaðahúsum í Miðfirði, V,-
Hún. 22. september 1907 og lést 13.
mars 1996. Foreldrar hans voru hjónin
Jokob Þórðarson og Helga Guðmunds-
dóttir. Var Jónatan elstur 7 barna
þeirra, en þau voru auk Jónatans: Mar-
inó og Guðrún, bæði látin, Elín Sig-
ríður, Þuríður og Benedikt Þórður.
Þegar Jónatan var á öðru ári fluttist
fjölskyldan að Urriðaá og tveimur
-298-