Goðasteinn - 01.09.1997, Qupperneq 36
Goðasteinn 1997
félagar Ólafs höfðu uppi gems og gam-
anmál þegar hann barðist fyrir lífi sínu
einn og yfirgefinn. Þá slógu þeir hver
annan á bakið og góluðu, eins og hann
Snati, þegar hann sat úti á hól á björtu
vetrarkvöldi og kynnti tunglinu tónverk
sín. Það voru miklar mannraunir, sem
Ólafur rataði í þetta sumar þegar þessi
dindilhosi, sem þóttist vera lamb, lék
lausum hala í Lambhúshól. Þá lá við að
allar samgönguleiðir lokuðust því hann
hafði sannreynt að enginn komst heim
að bænum óséður. Ólafur varð fyrir
miklum óþægindum vegna þessa
ástands. Yanalega hélt hann uppi dag-
legum ferðum milli bæjanna og stund-
um oft á dag, en nú féllu margar þeirra
niður sökum hins ótrygga ástands á
veginum, svo kökunum fækkaði veru-
lega, sem skiptu um eigendur í búrinu
hennar Helgu. Hún Helga kunni að um-
gangast fólk sömu gerðar og Ólafur
var.
Þá mun Ólafur hafa nýskeð lagt að
baki fjórða afmælisdaginn sinn, þegar
ófreskjan settist að í Lambhúshól. Að-
dáun Ólafs á Guðjóni átti sér lítil tak-
mörk, svo nærri lá að hún nálgaðist
tilbeiðslu. Já, Guðjón gerði þetta, og
Guðjón gerði hitt, svo Ólafi fannst
hann geta allt, eða hérumbil allt. Ég
ætla að draga fram í dagsljósið nýja
hlið á Guðjóni. Sé hún lesin og skoðuð
vandlega, sést hve hann var vel sniðinn
og samansettur úr hinum ólíkustu þátt-
um, öll afrek hans báru vott um það.
Þessi nýja hlið var ekki tengd neinum
riddaralegum íþróttum, hún átti sér, að
Ólafi fannst, rætur einhvers staðar í
Guðjóni, hann vissi ekki hvar. Einna
best kom þessi flötur á Guðjóni í Ijós ef
þeir bræður voru saman úti við og köll-
uðu báðir samtímis í hundinn, til þess
að hafa hann með sér. Þá brást varla að
hann héldi rakleiðis til Guðjóns en virti
Ólaf ekki viðlits, þótt hann yrði á leið
hans. Það eina, sem gaf til kynna að
hann yrði Ólafs var mátti sjá á því að
hann lækkaði skottið um nokkrar gráð-
ur um leið og þeir mættust. Af svona
fundum var það miklu oftar Guðjón,
sem fór sigri hrósandi með hendur í
vösum.
Enn einn sigur fyrir hann.
Þetta var að verða óþolandi.
A undanförnum vikum og mánuðum
höfðu þeir Guðjón og Ólafur háð harða
keppni þegar þeir voru háttaðir á
kvöldin, um það hvor ætti að hafa kött-
inn. Þessu höfðu bæjaryfirvöld ekki
haft afskipti af til þessa, en nýverið
gert kunnugt að kisu skyldi heimil gist-
ing í öðru rúmi frá baðstofuglugga, og
allsstaðar þar fyrir utan að eigin vali, ef
hún væri ein á ferð, (þ.e.) músarlaus.
Broti á þessum gjörningi skyldi refsa
með ógildingu á gistileyfi um óákveð-
inn tíma. Dómstóll, sem í áttu sæti
Guðjón og Ólafur, skyldi sjálfur velja
sér dómara, í það sæti völdu þeir móð-
ur sína Margréti. Hún varð velmetinn
dómari og vinsæll fyrir réttláta og
milda dóma. Óheimilt var dómurum að
taka gjald fyrir störf sín.
Þau kvöld sem keppt var hófust með
því að kisa gekk inn á gólfið framan
við rúm bræðranna, með upprétt skott
og settist þar. Og nú upphófst þessi
-34-