Goðasteinn - 01.09.1997, Side 162
Goðasteinn 1997
eiginlegan eiganda á þessum jörðum,
annarri eða báðum, og Vetleifsholti eða
Haga til að Ketilsstaðir og Kastala-
brekka hlytu hér ítök. Prestarnir á
Breiðabólsstað hafa vafalaust líka talið
sér rétt til að veita hér ítök.
Önnur skýring kemur til greina um
Kanastaðaörnefnin, skammt frá hinu
ætlaða bæjarstæði Skarðs; má benda á
að Breiðabólsstaðarkirkju var eignuð
beit í landi Kanastaða í Landeyjum;43
forkólfar kirkjunnar hafa hugsanlega
getað eignað staðnum, og þar með
Kanastaðabændum, ítök í landi Skarðs
eftir hamfarirnar 1389-90 og missi
gjalda til kirkjunnar á Breiðabólsstað
sem hlutu að falla niður þegar Skarð og
Tjaldastaðir eyddust. Þetta mætti
kanna betur.
Inntakið í tölu minni hefur verið það
að menn hafi ýkt umfang og blóma
byggðar að fornu á Tröllaskógar-
svæðinu og Skarðssvæðinu, með höf-
uðbólum og vönduðum kirkjum, og þar
með gert sem mest úr eyðingu og tjóni.
Slíkar hugmyndir höfum við tekið í arf
frá mönnum á síðöldum, eftir 1600,
sem dáðu fornkappa og sáu í hillingum
búsæld þeirra og afrek þegar kjör
þeirra sjálfra voru sem kröppust. Við
erum kannski komin vel á veg með að
losa okkur við gullaldarglýjuna en er-
um ginnkeypt fyrir rökum um horfin
býli og hætt er við að örnefni eins og
Tröllaskógur veki jafnan hugmyndir
um búsæld og blóma.
Tilvitnanir
1 Brynjúlfur Jónsson, Skrá yfir eyðibýli í
Landsveit, Rangárvallasveit og Holtasveit
í Rangárvallasýslu. Árbók Hins íslenzka
fornleifafélags 1898, 21-2.
2 Helga Skúladóttir, Örnefni á Keldum á
Rangárvöllum. Árbók Hins íslenzka forn-
leifafélags 1937-1939, 125.
3 Samkvæmt skrá frá 1711, svonefndri
Undirvísun, eftir ókunnan höfund (sjá
Jarðabók Árna Magnússonar og Páls
Vídalíns (= ÁM/PV) I (1913-17), 238-9),
eiga að hafa verið á Tröllaskógarsvæðinu
bæirnir Tröllaskógur, Litli Skógur,
Melakot, Hraunkot, Hraun og Sandgil og
voru þá allir komnir í eyði. Hraunkot og
Hraun eða Undir hrauni voru e.t.v. sami
bær. Að auki tilgreinir Vigfús
Guðmundsson stæði tveggja bæja sem
hann veit ekki hvað hétu en nefnir
Húsbrún og Gilbrún en hinn síðarnefnda
höfðu menn nefnt Markhól.
4 Vigfús Guðmundsson, Eyðibýli og auðnir
á Rangárvöllum. Árbók Hins íslenzka
fornleifafélags 1951-52, 114-23.
Brynjúlfur frá Minna-Núpi sá aðeins tvær
beisluhellur uppistandandi árið 1897, tilv.
st.
5 Kristján Eldjárn, Hundrað ár í
Þjóðminjasafni (1969), nr. 52. Sbr. og
Lise Gjedssp Bertelsen, Yngri víkinga-
aldarstílar á íslandi. Árbók Hins íslenzka
fornleifafélags 1993 (1994), 51-73,
einkum 64-8 þar sem líka getur nælu með
guðslambi í rómönskum stíl sem fannst í
Tröllaskógi.
6 Við Sandgil er árfarvegur, nefndur
Sandgilja, þurr nema stundum að vetri;
menn geta sér til að hér hal'i fallið á við
upphaf íslandsbyggðar, e.t.v. stöðugt
vatnsfall. Sjá Guðmundur Kjartansson,
Hekla, (Ferðafélag Islands. Árbók
MCMXLV (1946)), 76-7; Árni
Hjartarson, Á Hekluslóðum (Ferðafélag
íslands. Árbók 1995 (1995)), 19. Skv.
ÁM/PV var brunnur í Sandgili, „kafinn
sandi og þykir vandsjeð vatn mundi þar
-160-