Goðasteinn - 01.09.1997, Page 80
Goðasteinn 1997
Skólinn stofnsettur
— Og þótt margt vantaði og margt
væri eftir að gera, þá tók skólinn til
starfa upp úr miðjum nóvember. Skóla-
setningin fór fram hinn 19. dag þess
mánaðar að viðstöddu miklu fjölmenni.
Var það stór og hátíðleg stund, enda
mikið átak fyrir fámennar byggðir að
koma upp þessu nýja og myndarlega
menntasetri. Þá var það líka ánægjulegt
að verða vitni að þeim einhug og áhuga
sem ríkti í skólanum þennan fyrsta
vetur. Margir nemendur höfðu beðið
eftir því lengi að skólinn tæki til starfa
og sumir þeirra komnir um tvítugt og
því fullþroskað fólk. Var þetta hið ágæ-
tasta samfélag, þar sem allir lögðu sig
fram um að gera það besta úr hlut-
unum, þótt margt skorti í húsakynnum
og aðbúnaði. Allir unnu þarna saman af
gleði, jafnt kennarar sem nemendur og
starfslið allt, og minnti skólinn þennan
fyrsta vetur helst á stórt og gott heimili,
þar sem menning og góðvild ráða rtkj-
um.
Framhaldið
— Vinnan í skólahúsinu hélt áfram,
þótt skólinn tæki til starfa, og vorum
við nokkrir að störfum fram í endaðan
febrúar. Þá voru allir peningar þrotnir,
svo að okkur var sagt að hætta. Eg
sneri því heim og gerði ráð fyrir að
veru minni í Skógum væri þar með
lokið. En ekki hafði ég verið meira en
mánuð heima, þegar Magnús skóla-
stjóri gerði mér orð um að finna sig. Eg
leit við á staðnum við fyrstu hentug-
leika og hitti Magnús að máli. Erindi
hans var þá að biðja mig að koma með
vorinu til starfa í skólahúsinu, þar sem
svo mörgu væri ólokið. Varð það úr og
vann ég þar lengi við að leggja gólf-
dúka og mála og fleira sent gera þurfti.
Þetta var upphafið að því að ég var
ráðinn til húsvörslu, viðgerða, gæslu
ljósavéla og fleiri verkefna við skól-
ann. Var ég síðan við þessi störf sem og
byggingarvinnu og annað sem til féll á
vegum skólans áratugum saman. En
loks hætti ég þessari vinnu að mestu
árið 1977, því að þá hafði ég tapað
heilsu svo mjög, að ég þoldi ekki leng-
ur svo rnikla vinnu eins og þarna var
alltaf um að ræða. Læt ég þar með
lokið þessari upprifjun á byggingar-
sögu skólahússins í Skógum á árunum
1946 til 1950.
PJONU5TA
Eg get tekíð ad mér ýmískonar þjónustu í sambandí víá útgófúmól, svo sem að
\esa og leíðnéfta handrít, prófarkalesa, sjó um útgófu Ijóóabóka og annarra rita,
þýðingar, heímasíáugerð, o.fl.
öuámundur Sœmundsson framhaldsskóbkennarí
Þórhallshúsí, Skógum undir Eyjafiöllum, 861 Hvolsvöllur
símí 4Ö7-ÖÖ61, fax 4S7-ÖÖ58, netfang gsaem(®ismennt.ís, vefslóá http//rvík.ísmennt.is/-gsaem
-78-