Goðasteinn - 01.09.1997, Side 54
Goðasteinn 1997
því að hann vissi að þau
voru eins og mamma.
Ohamingjusöm og ein-
mana.
Pabbi hafði stungið
af. Hann gafst upp á
lífinu. Hann hafði
komið að pabba sínum
hangandi í snörunniinni
í hlöðu. Það var í fyrra.
Síðan þá hætti mamma
að þrífa eða elda mat.
Hún huggaði sig bara við
flöskuna og ókunna karl-
menn, sem komu og fóru
eins og þau væru í
strætóskýli. En þetta var
ekki strætóskýli. Þetta
varheimili. Heimilið
hans. Fyrir Bjarti var
þetta svolítið öðruvísi.
Vissulega saknaði hann
pabba, sem kunni svo
margt, og gat alltaf
fundið lausnir á öllu. En
það var svo skrítið að
hugsa til þess að hann
ætti aldrei aftur eftir að
finna sterka rakspíralykt-
ina hans læðast um
ganginn þegar hann var
nýbúinn í sturtu, eða að
hann ætti aldrei aftur
eftir að taka Bjart í
kleinu eða nudda grófu
skegginu í kinnina á
stráknum sínum. Það
hló enginn eins og pabbi,
og það sagði enginn eins
fyndna brandara og ein-
mitt hann pabbi. Og
stundum leið pabba illa,
og þá langaði hann ekki
að hlæja og segja brand-
ara. Og þá var ekkert
eftir nema dauf rakspíra-
lyktin á ganginum. Og
einn daginn, þegar pabbi
var leiður og langaði
ekki að segja neina
brandara, kom hann inn
til Bjarts, og sagði
honum að hann væri
góður strákur, og að
hann ætti aldrei að láta
neinn telja sér trú um
annað.
Það var í síðasta sinn
sem Bjartur sá pabba
sinn á lífi. En það var
best að hugsa ekki um
pabba og láta sem hann
væri í útlöndum og kæmi
bráðum aftur heim. En
auðvitað vissi Bjartur
betur.
Mamma vildi ekki
kveikja ljósið, hún vildi
ekki borða. En samt var
hún góð. Stundum fékk
hann örbylgjumat eða
hamborgara, og hún las
líka stundum fyrir hann.
Það gerði ekkert til þó að
það væri oftast sama
sagan. Sagan um Palla,
sem var einn í heimin-
um. En samt mátti helst
aldrei kveikja ljósið.
Hún var hætt að fara á
spítalann að hjálpa litlu
börnunum að koma í
heiminn. Hún var bara
heima.
Og þó að mamma
væri góð, og að Bjarti
þætti vænt um hana, þá
átti hún líka sínu slæmu
daga. Þá var eins og
Bjartur væri ekki til, og
örbylgjumaturinn varð
bragðvondur. Allt varð
svo grátt, og þá var
ekkert gaman. I dag var
slíkur dagur að renna
upp. Hann langaði ekki
að upplifa þennan dag,
og kannski vildi mamma
einmitt að hann færi. Þá
gæti hún ímyndað sér að
hann væri í útlöndum
með pabba eða eitthvað
allt annað. Brúnu
Camel-skórnir sendu
honum vinalegt
kveðjubros þegar hann
læddi aftur dyrunum.
Uti var kaldara en
hann hélt. Hann hneppti
úlpunni sinni, hann skalf.
En það var ekki bara
vegna kuldans, eða þess
að hann hafði gleymt
húfunni sinni heima.
Nei, það bjó meira undir.
Hjartað barðist um í
brjósti hans og virtist á
-52-