Goðasteinn - 01.09.1997, Síða 228
ANNÁLAR
Goðasteinn 1997
Sóknir
aðbúnaði. Tók prófastur líkingu af ánni
Jórdan, sem hann kom að fyrir meira en
þremur áratugum, og furðaði sig á hve
gruggug hún var. Jórdan er tær við upp-
sprettuna, en hún tekur í sig sandfok úr
eyðimörkum og skolast í áveitum, sem
næra fagran og fjölbreyttan gróður, uns
hún fellur í Dauðahafið þar sem rnorið fell-
ur til botns en vatnið gufar upp. Þetta gæti
verið eins konar mynd eða líking um
kirkjuna og hvernig henni bcr að starfa.
Prófastur ræddi síðan kirkjustarfið og
helstu viðburði liðins árs á þeim vettvangi
og lagði fram skriflegar skýrslur um mess-
ur og aðrar kirkjulegar athafnir, svo og um
fjárhag kirkna og kirkjugarða og héraðs-
sjóðs.
Nefndarformenn og fulltrúar prófasts-
dæmisins lögðu fram og fluttu skýrslur
hver af sínu sviði og greindu frá við-
fangsefnum og viðburðum liðins árs.
Formaður æskulýðsnefndar, sr. Sig-
urður Jónsson í Odda, sagði m.a. frá Skál-
holtsferð fermingarbarna í september,
skólaheimsóknum nefndarmanna í des-
ember, svo og unglingastarfi sem Sigurður
Grétar Sigurðsson, guðfræðinemi hóf sl.
vetur á vegum nefndarinnar. Austurleið hf.
hafði sem jafnan áður gefið flutning á
fermingarbarnamótið í Skálholti og var
það sérstaklega þakkað. Tekjur nefndarinn-
ar eru framlög sókna og sveitarfélaga sem
þannig styðja æskulýðsstarfið.
Landsmót æskulýðssambands kirkjunn-
ar var haldið á Dalvík í haust og fóru þang-
að 33 unglingar úr prófastsdæminu. Fram
kom að í vörslu nefndarinnar eru kr.
135.000 í sjóði merktum Rangæinga-
búðum í Skálholti. Er hann stofnaður með
gjöf Guðna Olafssonar lyfsala frá því um
1972. Var samþykkt að verja upphæðinni
til þess að minnast Guðna Olafssonar með
viðeigandi hætti og til eflingar Rangæinga-
búð.
Formaður ellimálanefndar, sr. Halldór
Gunnarsson, flutti skýrslu um starf nefnd-
arinnar, sem skipuð var eftir héraðsfund
1995. Nefndin sá um messu á degi
aldraðra, uppstigningardegi 1996, og á
j eftir var samkoma í félagsheimilinu Hvoli
j með dagskrá og veitingum fyrir gamla
fólkið. Var þar fjölmenni og almenn
ánægja með þessa nýbreytni. Ætlunin er að
leita tjárstyrks til starfsemi nefndarinnar
frá Héraðsnefnd sýslunnar og frá héraðs-
sjóði prófastsdæmisins, að hálfu frá hvor-
um aðila. Nefndin hyggst einnig gangast
fyrir heimsóknum á dvalarheimili aldraðra
í prófastsdæminu.
Fulltrúi prófastsdæmisins í Hjálpar-
stofnun kirkjunnar, sr. Halldóra J. Þorvarð-
ardóttir, skýrði frá störfum hennar. M.a.
söfnun vegna snjóflóða í Súðavík og á
Flateyri. Jólasöfnun gekk verr en áður, en
páskasöfnun gekk betur. Mjög hefur fjölg-
að þeim sem leita eftir aðstoð stofnunar-
innar innanlands. Kynningarmynd um störf
stofnunarinnar verður sýnd bráðlega.
Annar fulltrúi prófastsdæmisins í
Leikmannastefnu, Margrét Björgvinsdóttir,
skýrði frá þeim málum sem þar voru til
meðferðar, lagði fram ályktanir sem þar
voru gerðar og svaraði fyrirspurnum fund-
armanna. Var þetta 10. leikmannastefnan
frá upphafi og að þessu sinni haldin í
Skálholti í marsmánuði 1996.
Einn af föstum liðum héraðsfundar er
flutningur erindis um ýmis kirkjuleg
málefni og hefur það oftast verið á hendi
aðfenginna fyrirlesara. En að þessu sinni
flutti sr. Sigurður Jónsson í Odda frásögn
af reynsluríkri ferð sinni á samkirkjulega
námsstefnu í Póllandi 13.-19. október
1996. Lýsti hann m.a. ótrúlegu harðræði er
hann varð fyrir er vegabréf hans var vé-
fengt á landamærum Þýskalands og
Póllands.
-226-