Goðasteinn - 01.09.1997, Síða 287
ANNÁLAR
Goðasteinn 1997
andi heilsu og mun hann ekki alltaf
hafa gætt sín sem skyldi, svo verkfús
sem hann var, að reyna ekki um of á
þverrandi krafta, en sjúkdómurinn
þess eðlis að öll áreynsla gat orðið
örlagarfk.
Jafnan voru sumarbörn hjá þeim
Gústaf og Kristínu. Var þeim er tímar
liðu mikils virði að njóta tryggðar og
vináttu þessara barna, er sum máttu
heita fósturbörn þeirra, svo sem eins
og systursonur Gústafs, Guðmundur
Kristjánsson, sem þau tóku að sér að
báðum foreldrum hans látnum, svo og
sonur systurdóttur Gústafs, Jónas, sem
einatt átti hjá þeim eins og annað
heimili. Gústaf var einkar lagið að
umgangast yngstu kynslóðina enda var
hann hlýr og tillitssamur og hógværð
hans og nærgætni náði bæði til yngri
og eldri kynslóðar samferðafólksins.
Hann átti líka þessa hæglátu, velvilj-
uðu kímni, var gætinn orða sinna og
lagði engum illt til.
Hann var gæddum mörgum góðum
kostum forfeðra sinna og frændfólks,
sem margt hefur búið í Fljótshlíð og
byggt og ræktað jörðina og mótað það
mannlíf sem þar hefur verið lifað í
iðjusemi, friðsemd og sátt..
Gústaf hafði átt við vanheilsu að
stríða síðustu 12 árin. Að fyrsta áfall-
inu afstöðnu gáfust honum samt nokk-
ur ár sem hann fékk að nýta og njóta
með hjálp fjölskyldu sinnar. En síðustu
þrjú árin hnignaði heilsu hans enn og
dvaldi hann lengri og skemmri tíma á
Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi. En
heima fékk hann að vera þegar hinsta
kallið kom.
Dánir
Hann var jarðsunginn frá Breiða-
bólsstaðarkirkju 5. október 1996.
Séra Sváfnir Sveinbjarnarson
á Breiðabólsstað
Halldór Elíasson frá Strönd
Halldór Elíasson var fæddur á
Strönd í Landeyjum 2. desember árið
1913. Foreldrar hans voru Guðrún
Jónsdóttir frá Strönd, þá vinnukona í
Kirkjubæ, og Elías Steinsson síðar
bóndi í Oddhól á Rangárvöllum. Guð-
rún giftist síðar Hermundi Einarssyni
og bjuggu þau lengi á Strönd, og ólst
Halldór þar upp. Hann eignaðist fjögur
hálfsystkin sammæðra, þau Eið, Önnu
Ingigerði, Kristínu og Jón. Elías faðir
hans kvæntist síðar Sveinbjörgu
Bjarnadóttur, og urðu börn þeirra
fimm; Kristín, Steingrímur, Bjarn-
héðinn, Arnheiður Inga og Eyþóra.
Halldór naut engra samvista né kynna
við föðurfólk sitt.
Halldór vandist við bústörfin þegar
frá barnæsku. Nokkrar vertíðir sótti
hann til Vestmannaeyja, en hélt sig
-285-