Goðasteinn - 01.09.1997, Page 161
Goðasteinn 1997
Nú vill svo til að bæir með þessum
heitum þremur eru til annars staðar í
Rangárvallasýslu og er það undarleg
tilviljun að býli með svo sjaldgæf nöfn
sem Kanastaðir og Kastalabrekka skuli
hafa verið til í tvítaki í Rangárþingi.
Allt voru þetta heldur smá býli og mun
því ekki hafa hvarflað að mönnum að
þau hafi átt ítök uppi við Heklu. Það er
þó ekki óhugsandi og ber að taka það
til athugunar. Kanastaðir í Landeyjum
munu hafa byggst út frá Ossabæ, Kast-
alabrekka er í Vetleifsholtshverfinu og
Ketilsstaðir voru hjáleiga frá Haga í
Holtum. Alkunna er að menn sóttust
ákaft eftir að höggva skóga uppi við
rætur Heklu; stórbýli og jafnvel meðal-
býli áttu þar ítök, einkum í Næfurholts-
landi. Einnig komu smábændur ýmsir,
t.d. úr Landeyjum, og keyptu sér leyfi
til að höggva við. Hann var hafður til
kolagjörðar, í árefti og til eldiviðar og
hrís var notað til að þétta hús eða jafn-
vel í fóður fyrir fé. Eldiviðarhraun og
Kolviðarhraun nefnast í landi Dagverð-
arness og Keldna, Kolviðarhraun er
með kolagröfum, og benda nöfnin til
skógarhöggs enda fengu smábændur að
höggva hér.39 Þeir hafa því fengið leyfi
til skógarhöggs víðar en í Næfur-
holtslandi.
Einar E. Sæmundsen hefur skrifað
um skógarítök og skógarnytjar í Næf-
urholti og bendir á að stórbændur og
stofnanir, svo sem Skálholt, hafi leyft
leiguliðum að nýta skógarítök. Einar
dregur fram að Jón Vídalín segir frá
því að staðarhaldari í Odda hafi hirt tað
af hjáleigubændum til eldiviðar og
áburðar en siðurinn hafi verið að leggj-
ast niður um 1700. Einar ályktar að
kotungarnir hafi neyðst til að leita
eldiviðar í ítökum staðarins á meðan
siðurinn varaði en taðkvöðinni hafi
verið aflétt þegar skógarítök staðarins
eyddust.40 Það er hugsanlegt að Ossa-
bær, Vetleifsholt og Hagi hafi átt skóg-
arítök á Skarðssvæðinu fyrir löngu þótt
hvergi komi fram. A.m.k. er vert að
gera ráð fyrir þessu sem hugsanlegri
skýringu og kunna því fyrrgreind
örnefni að eiga rætur í þessu en ekki
því að þarna hafi staðið samnefndir
bæir.
Heitið Kastalabrekka er sérstætt að
því leyti að það er ótengt, ekki samsett
með -vik, -torfa, -nef, -lækur eins og
hin. Ekki er þetta þó náttúrunafn því að
hvergi er brekka eða kastali í nánd.41
Heitið hefur líklega verið bundið við
smáhýsið eða kofann sem virðist hafa
staðið þarna. Þetta væri þá svipað því
að nefna hús í Reykjavík eða sumar-
bústað eftir æskuheimili eigandans í
sveit.
1 þessu viðfangi má benda á að
stærstu kirkjum voru stundum eignuð
eyðilönd og hefur víst oft gerst þegar
sóttir eða náttúruhamfarir geisuðu og
óvíst varð um rétta eigendur. Um 1700
var kirkjunum í Klofa og Leirubakka
eignað land Kots, að hálfu hvorri, og
þar með landið hjá Kastalabrekku, og
kirkjan á Breiðabólsstað taldist eiga
Dagverðarnes.42 Ketilsstaðir liggja
næst þessum jörðum. Þar sem kirkj-
urnar í Klofa og á Leirubakka voru
bændakirkjur, þurfti ekki nema sam-
-159-