Goðasteinn - 01.09.1997, Qupperneq 182
Goðasteinn 1997
Ef reynt er að ráða í ummæli Flosa í
130. kafla, má ætla, að hann hafi verið
í fjallinu frá því síðla dags þriðjudag-
inn 21. ágúst og þar til hin þriðja sól
var af himni fimmtudaginn 23. ágúst,
og hafi þá riðið austur í skjóli myrkurs.
Til þess að dvöl þeirra í fjallinu gæti
heppnast þurfti þrennt til: I fyrsta lagi,
að fremur greiðfarið væri með hesta í
fjallið. í öðru lagi, að dalurinn, Flosa-
dalur, gæti rúmað allt að 200 hross. í
þriðja lagi, að Flosi hefði einhvern
forsjónarmann eða birgi, er sæi um
fóður og vatn handa hrossunum og
viðurgerning handa liðinu. I þessu
sambandi ber þess að gæta, að hvorki
hefðu Flosi og menn hans, né hrossin,
dugað í langreið eftir svelti og vatns-
þurrð í fjallinu í tvo sólarhringa! - Við
skulum fyrst líta á síðasta atriðið.
í fyrstu ferðinni að Þríhyrningi (frá
Fambalæk 1992) vakti það athygli
mína og félaga minna, að sunnan við
Bjallann, nyrst og austast í Þríhyrningi,
og lítið eitt vestar en Austurhornið og
nærri litlum læk, sem kemur úr Sel-
gilinu, eru allmiklar rústir, sem hvergi
eru merktar á kortum, að ég best veit
(sjá mynd 3). Rústirnar eru nær allar
sunnan lækjarins, en norðan hans gæti
hafa verið stekkur eða ef til vill stöðull
eða fjárhús. Eins töldum við okkur sjá
traðir að rústunum að sunnanverðu og
mjög vallgróinn garð (túngarð, vörslu-
garð) til suðvesturs og austurs frá rúst-
unum. Bæjarrústirnar og garðinn skoð-
uðum við svo betur síðar.
Oddgeir frá Tungu kallar þennan
stað Innstusel og segir þetta vera tóftir
af seli (seljum) frá Kirkjulæk(l 1).
Helga Skúladóttir(l) kallar selin hins
vegar Kirkjulækjarsel og þar hafi stað-
ið bærinn „undir Þríhyrningi" þar, sem
Þorkell blundinfóti nam land og byggði
fyrstur (sbr. 57. kafla Njálu og neðan-
málsgrein Einars Ólafs Sveinssonar).
Sonarsonur Þorkels blundinfóta var
Starkaður og hans sonur var Þorgeir, en
þeir feðgar komu allmjög við sögu í
Njálssögu. Hildigunnur læknir var syst-
ir Þorgeirs. Bæjarins „undir Þríhyrn-
ingi“ er og getið á þó nokkrum stöðum
íNjálssögu (m.a. í 58. og 61. kafla).
Feðgar þessir voru fjandmenn
Gunnars á Hlíðarenda og voru í aðför
að honum. Þeir Högni, sonur Gunnars,
og Skarphéðinn fóru síðar „undir
Þríhyrning“, tældu þá út (væntanlega
um nótt) og hjuggu (79. kafli Njáls-
sögu).
Starkaður „undir Þríhyrningi“ var
giftur Hallberu, en hún og Starkaður
hálfbróðir Flosa samfeðra og faðir
Hildigunnar, konu Höskulds Hvítanes-
goða (sjá 95. og 97. kafla Njálssögu),
voru systrabörn (sbr. einnig IV Móð-
ylfinga (ættartala) aftan við Njálssögu).
Flosi gat því sem hægast haft góð
tengsl við fólkið „undir Þríhyrningi“,
þótt bæði Starkaður og Þorgeir væru
fallnir. Ekki hefur heldur farið milli
mála, að það fólk hefur verið andsnúið
Njáli og sonum hans. Gat fólkið „undir
Þríhyrningi“ hafa verið birgjar Flosa
með lið sitt og hross í Þrfhyrningi? Til
þess að svara þeirri spurningu er nauð-
synlegt að íhuga, hve líklegt er, að bær-
inn undir Þríhyrningi hafi staðið þar,
-180-