Goðasteinn - 01.09.1997, Side 275
ANNÁLAR
Goðasteinn 1997
sér snemma réttinda til að aka bíl sem
þá var nokkur nýlunda og sneri sér
síðan að vörubílaakstri sem hann
stundaði alllengi á eigin bfl. Þá fékkst
hann nokkuð við smíðar á bæjum þar
og hér, enda laghentur maður og eftir-
sóttur til ýmissa starfa.
Einar kvæntist hinn 24. október
1933 Ragnheiði Tómasdóttur frá
Hamrahóli í Ásahreppi, dóttur hjón-
anna þar, Guðríðar Ingimundardóttur
og Tómasar Þórðarsonar. Þau tóku við
búi í Bjólu árið 1935 og bjuggu þar
óslitið í meira en hálfa öld, eða til
ársins 1988. Haustinu fyrr fluttust þau
að Hellu og settust að í Heiðvangi 1,
en þaðan gegndi Einar búinu í Bjólu.
Þeim varð auðið fjögurra barna: Elstur
var Guðmundur Hafsteinn sem dó árs-
gamall árið 1935. Næstur er Einar,
sem er sjiiklingur og vistmaður á dval-
arheimilinu Ási í Hveragerði, þá Guð-
mundur Hafsteinn yngri, bóndi að
Sigtúni í Þykkvabæ, kvæntur Gíslínu
Sigurbjartsdóttur frá Hávarðarkoti þar
í sveit, og yngst er Unnur, húsfreyja á
Hellu, gift Kristni Gunnarssyni frá
Nesi. Afkomendur þeirra Einars og
Ragnheiðar eru orðnir 32 að tölu, 9
barnabörn og 19 langafabörn.
Þeim hjónum auðnuðust ekki mörg
ár í helgum steini eftir að annir bú-
starfanna voru frá og kyrrð ævikvölds-
ins færðist yfir, því Ragnheiður dó 22.
október árið 1989. Úr því tók að fjúka
í skjólin fyrir Einari, en þau Ragn-
heiður voru alla ævi einkar samrýmd
hjón og samhuga. Var til þess tekið
hve nærgætinn og hjálpsamur Einar
reyndist henni í veikindum hennar
Dánir
síðustu misserin sem hún lifði. í kjöl-
far stöðugt dvínandi krafta og bágrar
heilsu fluttist hann svo á Dvalar-
heimilið Lund haustið 1993. Þar átti
hann öruggt skjól og vísa vernd síð-
ustu árin, og þar hvarf honum ljós
þessa heims aðfaranótt 26. janúar
1996. Útför hans var gerð frá Odda-
kirkju hinn 3. febrúar 1996.
Séra Sigurður Jónsson í Odda
Erlendur Sigurþórsson í Kollabæ
Erlendur Sigurþórsson var fæddur í
Hlíðarendakoti í Fljótshlíð 3. febrúar
1911 oa lést á Vífilsstaðaspítala 9. ian-
úar 1996.
Foreldrar hans voru hjónin Sigur-
þór Ólafsson frá Múlakoti og Sigríður
Tómasdóttir frá Járngerðarstöðum í
Grindavík. Um vorið 1911 fluttist
Erlendur, fárra mánaða gamall, með
foreldrum sínum að Kollabæ, þar sem
þau bjuggu síðan við rausn og virð-
ingu hátt í 40 ár. Var Sigurþór faðir
hans oddviti Fljótshlíðarhrepps um
áratuga skeið og í forystu fyrir margs
-273-