Goðasteinn - 01.09.1997, Blaðsíða 194
Goðasteinn 1997
vígslur. Með öðrum orðum sagt, í Odda
hefur Þorláki biskupi Þórhallssyni
verið kenndar þær greinar sem krafist
var af prestsefnum. Og sagan segir að
móðir hans hafi að auki kennt honum
„þá er eigi dvaldi annað“ (Byskupa
sögur 1978:181) œttvísi og mannfrœði.
I heimildunum er ekki greint nákvæm-
lega frá framhaldsnámi hans erlendis,
en gera má ráð fyrir að það hafi
einkum verið í kirkjurétti, enda þótt
fleiri námsgreinar hafi komið þar til.
Þorlákur hefur líklega verið í Frakk-
landi á árunum eftir 1150, en þá er
mikil gróska í frönsku menntalífi og
stúdentar koma hvaðanæva úr norð-
lægum löndum til að stunda þar nám
(Southern 1982:113-137).
3
-ÞEGAR rætt er um menntasetur á
miðöldum er að jafnaði greint á milli
fjögurra tegunda þeirra, klaustur-,
dóm-, hirð- og einkaskóla. I forn-
íslensku er orðið skóli tökuorð úr latínu
og merkir þar skólahús, kennslu, lær-
dóm eða jafnvel eftirbreytni. Lærður
prestur af Oddaverjaætt, Grímur
Hólmsteinsson (d. 1298), höfundur Jóns
sögu baptista, kemst t.d. þannig að orði
um Jóhannes skírara að hann sé „skóli
mannkostanna og meistaradómur
mannlegs lífs“ (Postola sögur 1874:
902).
Skólar miðalda eiga aðeins nafnið
sameiginlegt með menntasetrum nú-
tímans. Ekki er vitað hve almenn
menntun varð á miðöldum eða hvort
einungis efna- og aðalsmenn sátu við
lærdómsbrunnana. Á 12. öld, nánar
tiltekið á kirkjuþinginu í Lateran 1179,
var samþykkt að alls staðar þar sem
dómkirkja væri, skyldi vera skóla-
meistari sem kenndi klerkum ókeypis.
Heimildir eru fáorðar um hversu vel
þessu boði var framfylgt og víst er að
oft tók biskup sjálfur að sér að kenna
klerkum; það er jafnvel talið til em-
bættisverka hans. Glögg dæmi um
kennslu biskups eru ummæli Jóns
Ögmundssonar í Jóns sögu helga um
Isleif Gissurarson: „„Isleifur biskup,
fóstri minnf kvað hann, „allra manna
vænstur, allra manna snjallastur, allra
manna bestur““ (Biskupa sögur 1:154;).
Umsvif kirkjunnar jukust mjög hratt
á 12. öld og fól biskup þá kennsluna
öðrum, oftast fjárhaldsmanni kórs-
bræðra. Breski sagnfræðingurinn, R.
W. Southern, taldi t. d. að fræðslan við
dómkirkjurnar hefði einkum verið fólg-
in í því að kórsveinar (pueri) hefðu
farið að dæmi eldri klerka, líkt eftir
þeim, en atferlið sjálft hefði svo verið
kallað scola, skóli (1982:115).
Það er vel líklegt að fyrst í stað hafi
menntun klerka farið fram með þeim
hætti sem Southern lýsir, en smátt og
smátt verður fræðslan margbrotnari og
eiginlegir kennarar kvaddir til; þá fyrst
er unnt að tala um dómskóla. í upphafi
13. aldar hefur að öllum líkindum
verið dómskóli á Hólum, en um slíkan
skóla í Skálholti á sama tíma eru ekki
beinar heimildir; í Hungurvöku er að
vísu minnst á samlífi klerka sem var
upphafið að samkundu kórsbræðra;
þeir studdu oftast nær vel við skólahald
-192-