Goðasteinn - 01.09.1997, Síða 78
Goðasteinn 1997
Margir voru líka verklagnir, þótt
enginn hefði iðnréttindi í smíðum,
nema Matthías sem var meistari og
yfirsmiður. Hann var algjör völundur á
sínu sviði og mæddi áreiðanlega mikið
á honum við að segja mönnum til og
fylgjast með öllu. Margir lærðu líka
mikið af honum og sumir þessara
manna öfluðu sér síðar réttinda sem
iðnaðarmenn og var ég einn í þeim
hópi.
Mikill meirihluti þessara starfs-
manna var úr Eyjafjallasveitum og
annars staðar úr Rangárþingi, en einnig
voru þar allnokkrir Skaftfellingar og þá
aðallega úr Mýrdalnum eins og Þor-
steinn ísleifsson og fleiri. Af Eyfell-
ingum sem ég minnist sérstaklega voru
þrír með sama nafni. þeir Sigurjón
Sigurðsson í Eyvindarhólum, Sigurjón
Sigurgeirsson í Hlíð og Sigurjón
Magnússon í Hvammi, allir miklir
hagleiksmenn.
Kjaradeila
— En þótt oft væri rösklega unnið í
Skógum unr sumarið, þá kom í þetta
nokkur afturkippur seinni hluta júní-
mánaðar. Það kom sem sé á daginn að
hjá okkur var eitthvað lægra kaup en
algengast var í Reykjavík og annars
staðar við sambærilega vinnu. Nokkrir
í hópnum töldu að ótækt væri að fara
að gera ágreining út af smámunum,
þegar um var að ræða að koma upp
þessu nýja menntasetri sýslnanna, en
hinir voru fleiri sem vildu fá kaup eins
og aðrir og þeir höfðu sitt fram. Þegar
svo ekki var komið til móts við þá sem
kröfðust leiðréttingar á þessu, lögðu
menn niður vinnu. Sú vinnustöðvun
stóð um vikutíma, en þá var sest niður
og samið um leiðréttingu sem allir
sættu sig við og hófu störf á ný. Var
eftir þetta unnið sleitulaust til hausts og
frameftir vetri. Þá varð nokkurt hlé, en
vinna hófst síðan aftur undir marslok.
Man ég vel að allt var komið á fullan
skrið, þegar Heklugosið mikla byrjaði
hinn 29. mars og þakti landið með
svörtum vikri.
Hekluvikur notaður
— Vikurfallið var óskaplegt í Fljóts-
hlíð, undir Eyjafjöllum og víðar í þessu
gosi og olli miklum skaða á túnum og
öllu gróðurlendi, þótt brátt fyki þessi
gossalli saman í skafla eða safnaðist í
ár og læki í miklu roki sem gerði
skömmu síðar. Einhver ókjör af vikri
söfnuðust á Holtsós og flaut hann að
mestu ofan á vatninu. Síðar rak hann
að landi og hrannaðist þar upp. Þeir
nágrannarnir Andrés Andrésson í
Berjanesi og Bárður Magnússon í
Berjaneskoti, síðar í Steinum, sem
báðir unnu talsvert í Skógum, rökuðu
þessum vikri saman í hrúgur og
breiddu yfir hann. Síðan ræddu þeir um
það við Matthías yfirsmið, hvort vikur
þessi mundi ekki henta sem einangr-
unarefni í veggi skólahússins og taldi
hann að svo mundi vera. Bar hann
málið undir yfirmenn sína hjá Almenna
byggingarfélaginu og fékk um síðir
samþykki til að reyna þetta. Eg var þá
settur í að flytja vikur á vörubíl mínum
austur í Skóga og fór margar ferðir
-76-