Goðasteinn - 01.09.1997, Blaðsíða 270
ANNÁLAR
Goðasteinnl997
Bogi Nikulásson frá Hlíðarbóli
Bogi Nikulásson var fæddur á
Kirkjulæk í Fljótshlíð 10. apríl 1912
og lést á Dvalarheimilinu Lundi á
Hellu 1. desember 1996. Foreldrar
hans voru hjónin Ragnhildur Guðrún
Pálsdóttir, systir sr. Eggerts Pálssonar
á Breiðabólsstað, og Nikulás Þórðar-
son barnakennari, bæði víðkunn að
mannkostum og menningarbrag er
þeim fylgdi í sveit og samfélagi.
Bogi var yngstur 8 barna þeirra
hjóna, en systkini hans eru talin í ald-
ursröð: Sigríður Anna Elísabet, Páll,
Halldóra Guðrún, Ragnheiður, Bryn-
dís, Þóra og Geirþrúður Fanney. Af
þessum stóra systkinahópi er nú aðeins
Bryndís á lífi, níræð að aldri.
Bogi ólst upp í foreldrahúsum á
Kirkjulæk en faðir hans lést árið 1927
þegar Bogi var aðeins 15 ára. A næstu
árum var Bogi m.a. um tíma á Þóru-
núpi hjá Sigríði systur sinni er þar bjó.
Hann fór síðan 1 vetur á íþróttaskól-
ann í Haukadal til hins merka ung-
menna- og uppeldisleiðtoga Sigurðar
Greipssonar. Og um tvítugt, á árunum
1931-1933, var hann í Bændaskól-
Dánir
anum á Hvanneyri og útskrifaðist bú-
fræðingur þaðan. Aftur lá leið hans
heim í Fljótshlíðina og nú á Tilrauna-
stöðina á Sámsstöðum til Klemensar
Kristjánssonar mágs síns sem hafði
kvænst Ragnheiði systur Boga haustið
1929. Vann Bogi síðan við tilrauna-
stöðina samfleytt í 18 ár af frábærri
trúmennsku og hollustu við mág sinn
og systur. Kom búfræðimenntun hans
sér vel í því starfi og var hann hægri
hönd Klemensar bæði við tilrauna-
starfið og bústjórnina, enda segir hann
í endurminningum sínum orðrétt:
„Við alla tilraunastarfsemi naut ég
frábærrar aðstoðar mágs míns Boga
Nikulássonar frá 1933-1952. Sérstak-
lega ber mér að þakka honum þau 18
ár, er hann vann við tilraunastöðina og
starfaði vel að framgangi allrar vinnu
sem varð að koma í verk á tilskildum
tíma. Þakka ég honum hans ósérhlífna
starf er hann leysti ávallt vel af hönd-
um.“
Þessi orð Klemensar á Sámsstöðum
eru f samhljóman við alla reynslu
nágranna og sveitunga Boga Nikulás-
sonar fyrr og síðar. Þar fór traustur
maður og velviljaður, sem í engu vildi
bregðast því sem honum var til trúað,
hlýr og hjálpsamur, vinsæll og vel
metinn af öllum sem til hans þekktu.
Um vorið 1943, hinn 24. apríl, urðu
þáttaskil í lífi Boga er hann festi ráð
sitt og gekk að eiga Ragnhildi Sigurð-
ardóttur frá Sólheimakoti í Mýrdal, en
hún hafði sumarið áður komið kaupa-
kona að Breiðabólsstað til sr. Svein-
bjarnar Högnasonar föðurbróður síns.
Þau Bogi og Ragnhildur bjuggu fyrst í
9 ár á Sámsstöðum en árið 1952 fengu
-268-