Goðasteinn - 01.09.1997, Side 38
Goðasteinn 1997
Eftir að hafa lokið ferð sinni lítinn
spöl til fortíðar, eins og áður segir, tóku
þeir bræður að búa sig undir nýja sókn
í skinnsokkamálinu. Höfuðáhersla í
sóknarræðu Guðjóns var, að hann benti
á þvílíkur óteljandi fjöldi af pollum
væri dreifður um alla jörðina í Vest-
urholtum. Það sagði hann að væri þeim
öllum sameiginlegt að vilja glefsa í
fætur manna, sem ættu leið hjá þeim og
rennbleyta þá. Þetta skeði allt of oft, og
þrátt fyrir að þeir bræður sýndu ævin-
lega fyllstu aðgát í umgengni við poll-
ana, fór þó oftast svo að pollarnir
höfðu betur og teygðu sig stundum upp
á kálfa. Þetta, sögðu þeir aðspurðir, var
ekki okkur að kenna heldur pollinum,
hann var of stór, sögðu þeir. Við þessa
málsókn benti Guðjón á að mamma
þeirra hefði þvegið sokka á hverjum
degi í síðustu viku, og einn daginn
tvisvar. Guðjón dró að síðustu upp
mynd af því þegar þeim var sagt að
sækja hest. Honum sagðist svo frá:
„Ég hljóp af stað til þess að ná í
hestinn, og var áður áminntur um að
vera fljótur. Það hafði ég í huga þegar
ég kom að fyrsta pollinum, sem á vegi
mínum varð. Ég gerði mig líklegan til
að víkja til hliðar og fara framhjá hon-
um, en í sömu andrá var kallað: „flýttu
þér“, og ég flýtti mér að hlaupa yfir
pollinn, sem reyndist þá, eins og þeir
fleiri, aðeins breiðari en æskilegt var,
svo báðir fætur mínir fóru á kaf. Þarna
hefðu skinnsokkar sannað gildi sitt og
gert mikið gagn.“
Öllum þessum rökum var ýtt til
hliðar og að engu höfð, svarið var nú
„ekkert efni til“. Þarna var öll þeirra
langa og erfiða barátta fyrir þessu
nauðsynjamáli gerð að engu, og það
voru mikil og sár vonbrigði.
Eftir þessi erindislok fóru bræðurnir
á fund Sveinbjarnar og sögðu honum
hvernig málum var komið, og lýsti
málflutningur þeirra hryggð og von-
leysi. En nú tóku málin óvænta stefnu.
Sveinbjörn sagðist hafa fengið talsvert
meiri afgang en búist var við, og gæti
því saumað handa þeim skinnsokka,
þeir yrðu þó að vera lægri en venja var.
Þetta sagði Sveinbjörn að þeir yrðu að
hugleiða og ákveða síðan hvort þeir
vildu þetta, áður en saum gæti hafist.
Valið var auðvelt, báðir sögðu já.
Nú hófst tími, sem engan enda ætl-
aði að taka, mikið var hann Sveinbjörn
lengi að sauma. Bræðurnir fóru lítið út
úr bænum á meðan saumað var, heldur
ráfuðu úr einum stað í annan, héldu sér
í rúmstólpana og stigu til skiptis öðrum
fæti á tær hins, klóruðu sér í höfðinu og
sugu upp í nefið, stungu svo höndurn í
vasana, gengu síðan til Sveinbjarnar og
reyndu að sjá, hvað saumurinn hefði
lengst á meðan þeir brugðu sér frá.
En allt tók þetta enda.
Um kvöldið, sem lokið var við að
sauma skinnsokkana, áttu þeir bræður
að hjálpa til við fjósverkin. Til þess
voru þeir varla nothæfir, þeir voru svo
annarshugar og utan við sig. Kvöldverð
kálfsins, sem þeir færðu honum, létu
þeir við öfugan enda á honum svo lá
við stórslysi, sem systir þeirra kom í
veg fyrir og allt annað var í líkum dúr.
Þegar kominn var háttatími þetta
-36-