Goðasteinn - 01.09.1997, Side 49
Goðasteinn 1997
sæti í stjórn Biinaðarfélags íslands.
Eftir Valtý eru 5 minningabækur
(ævisögur) og rit á dönsku um íslen-
skan landbiinað. Útg: Flóra íslands,
Rvík 1924.
Valtýr vildi nýta tímann vel því
starfið var margt. Verkefnin biðu víða
um land. Vill hraða störfum, en bændur
gestrisnir og vilja spjall í næði.
Ferðalög á hestum og allur farangur í
klyfjum á nokkrum áburðarhestum.
Valtýr skyldi sjá um allar mælingar og
framkvæmdir við áveitur. Mælingar
voru svipaðar aðferð Herforingja-
ráðsins, borðmælingar. Stór kíkir á
borðinu sem mælir fjarlægðir. Sá sem
við borðið stendur getur gert uppdrátt í
þeim mælikvarða sem við á. Með þess-
um tækjum er hægt að mæla með
meters nákvæmni í 5-600 metra fjar-
lægð.
Dæmi pm ferðir
Vorið og sumarið 1922 fór Valtýr og
Steinar Stefánsson um Hreppana, svo
norður Sprengisand, lagt af stað 1.
ágúst. Brast á þá illviðri. Þeir félagar
hófu mælingar í Bárðardal 11. ágúst.
Ferðalögin samanlögð fjórir mánuðir
þetta ár og farnir 1800 km á hestum og
350 á bílum. Steinar var nú farinn að
mæla líka og Valtýr ánægður með
árangur.
Þetta ár var Flóaáveitan mjög á dag-
skrá. Sig. Sigurðsson og Valtýr höfðu
forsögu um undirbúning áveituverks-
ins. Árið 1920 voru áveituskurðir orðn-
ir 3.635 km. á lengd.
í júní 1920 ritaði V. Stef. grein í
Tímann um reynslu af áveitum. Þar
segir m.a. að á nýrækt séu ýmis vand-
kvæði, svo sem áburðarskortur, skortur
á heppilegu fræi, óhentug verkfæri og
vinnufólksekla. Þá er eðlilegt að menn
snúi áhuga sínum að áveitum. Sú
reynsla sé komin á áveitur, að eðlilegt
að álíta þær leiðina til aukinnar fram-
leiðslu. Þó þær hafi reynst misjafnlega
til þessa, þá hafi þær margborgað sig,
aukinn heyafli jafnað kostnaðinn.
Mælingar á áveituskurðum og rann-
sóknir á gróðri reynst árangursríkar.
Valtýr segir, að stundum virðist sem
menn taki áveituna eins og töframagn,
að vatnið eitt geti framleitt gras, þó
allir ættu að vita að það er fjarstæða.
Skýrslur um áveitur er enn og ábóta-
vant, að því er snertir gróður á vatna-
svæðum. Enn sem komið er sé þó ljóst,
að áveitur borgi sig best af öllum
jarðabótum sem nú eru gerðar. En „eins
og eðlilegt er hafa þær alt fram til
þessa oft verið hálfgert fálm, þær eru
hér svo tiltölulega nýjar auk þess sem
staðhættir eru svo sérlega breytilegir.“
Voðmúlastaðaveita
í skýrslum V. Stef. 1922 sést, að
hann hefur verið í Rangárvallasýslu í
júnílok, þá í Austur-Fandeyjum (Voð-
múlastaðaáveita). Þar mældi hann
skurðlínu um 4 mílur, „með öðrum
athugunum og aðgerðum, svo yfirlit
fengist um staðhætti.“
Mælingar þar miklar og tímafrekar.
Ekki er vitað með vissu hvenær byrjað
var að grafa aðaláveituskurðinn, en
giskað á 1916-17. Talað var um að
-47-