Goðasteinn - 01.09.1997, Side 220
ANNÁLAR
Goðasteinn 1997
Sveitarfélög
Skólamál
Grunnskólinn á Hellu starfaði að venju
með 10 bekkjardeildum. Skólann sóttu 156
börn, skólaárið 1995-1996, 75 drengir og
81 stúlka. 14 kennarar voru við skólann
auk skólastjóra og aðstoðarskólastjóra. 26
nemendur þreyttu samræmd próf í 10.
bekk.
Sú nýbreytni var tekin upp að skólanum
var úthlutað svæði til gróðursetningar rétt
austan við Hellu og voru þar gróðursettar
2100 plöntur vorið 1996, af öllum nem-
endum skólans. Elstu árgangar skólans
fóru í umhverfis- og skoðunarferð um
Rangárvallaafrétt í lok septembermánaðar,
þar sem m.a. var unnið við að tína rusl á
áberandi stöðum og sá fræi og áburði. Að
auki voru ýmsir aðrir viðburðir í gangi
utan hefðbundins skólastarfs hjá öllum
árgöngum.
Leikskólinn starfaði að venju og voru
50 - 60 börn í honum og 5 - 7 stöðugildi
leikskólakennara. Guðbjörg ísleifsdóttir
leikskólastjóri fór til frekara náms í sept-
ember og tók Kristín Sveinsdóttir þá við
stöðu hennar. Tekin var upp sú nýbreytni
að hafa mötuneyti fyrir börnin í hádeginu
og greiða foreldrar efnið í matinn, en leik-
skólinn leggur til starfsmann. Efnt var til
samkeppni um nafn á leikskólann síðasta
vetur og hlaut hann nafnið Heklukot.
Skólagarðar voru reknir að venju á
vegum hreppsins fyrir yngri börnin og
vinnuskóli í júní og júlí fyrir börn fædd
1980 - 1984, ýmist hálfan eða heilan dag
eftir aldri.
Við yfirfærslu alls grunnskólans til
sveitarfélaga færðist sú skylda til sveitar-
félaganna að reka þjónustu við skólana í
margskonar formi, þ.m.t. kennsluráðgjöf,
sálfræðiþjónustu, námsgagnaþjónustu, o.fl.
ofl. Hreppsnefnd ákvað að Rangárvalla-
hreppur gerðist aðili að stofnun Skóla-
skrifstofu Suðurlands í þessum tilgangi og
er hreppurinn áskrifandi að allri þjónustu
þaðan til reynslu, þ.m.t. þjónustu við leik-
skólann, barnaverndarnefndir og fjöl-
skylduráðgjöf.
Ýmislegt
Töðugjöld voru haldin þriðja árið í röð,
þar sem aðal dagskráin á laugardegi var
haldin á Gaddstaðaflötum við Hellu, en
föstudagurinn var helgaður 60 ára afmæli
Djúpárhrepps.
1 apríl 1996 lauk skoðun ákveðins
úrtaks húsa á Hellu vegna forvarna gegn
jarðskjálftahættu, sem framkvæmd var af
Verkfræðistofnun Háskóla Islands. Hella
var fyrsti staðurinn á Suðurlandi sem
könnun af þessu tagi var gerð á. Könnunin
var gerð í samvinnu VHI, Almannavarna-
nefndar Rangárvallasýslu, SASS, Verk-
fræðistofu Suðurlands og Rangárvalla-
hrepps. Síðla sumars fengu eigendur
húsanna sem skoðuð voru skýrslu með
ráðleggingum um úrbætur og styrkingar ef
talin var þörf á slíku.
Sú ákvörðun var tekin af hreppsnefnd
Rangárvallahrepps síðla árs að sinna
nýjum lögum um upplýsingagjöf frá
árslokum 1996, með því að birta fundar-
gerðir hreppsnefndar og aðrar helstu fund-
argerðir nefnda á heimasíðu hreppsins á
Internetinu, þar sem allir hafa aðgang að
þeim sem þess óska. Veffangið er:
http://www.smart.is/rang.
Oli Már Aronsson, ocldviti
Rangárvallahrepps
-218-