Goðasteinn - 01.09.1997, Side 68
Goðasteinn 1997
ofarlega í huga mér og létu mig ekki í
friði hvorki dag né nótt.
Allt haustið hafði ég verið að undir-
búa mig undir að fara inn á fjall eftir
kindunum sem ekki koniu fram.
Oft var ég búinn að hitta vin minn
hann Svein í Lækjartúni og orða það
við hann hvenær við ættum að leggja í
hann, en það sem hann hafði mikið að
gera átti hann ekki heimangengt og það
vissi ég líka vel.
Um haustið hafði oft komið til mín
sæðingamaður úr Arnessýslu, strákur
frá Brúnastöðum, og var ég eitthvað
búinn að vera að stríða honum á því, að
þeir væru nú ekki merkilegir menn
þessir Arnesingar, að fara ekki inneftir
að sækja þessar skepnur.
Hann sagði að það væri alltof dýrt,
og svo væru þær vísast steindauðar,
þær hefðu örugglega farist í október-
hretinu.
Ferð undirbúin
Nú var ég orðinn ákeðinn í því hvað
gera skyldi, búinn að dagsetja ferðina
og undirbúningur hafinn á fullu. Ungur
maður sem hjá mér var, Valgarð að
nafni, sá um að hafa bílinn kláran,
Land Rover 1972, númer L-1351. Val-
garð hreinsaði allt út, skipti um olíusíur
og svo settum við mjög góðan Trader-
startara í bílinn (það skal tekið fram að
þessi bíll var óbreyttur að öllu leyti, á
mjóum standard-dekkjum, en á styrkt-
um tjöðrum).
Við tókum með okkur ýmsa vara-
hluti svo sem öxla, fjaðraklemmur og
fleira, mikið af verkfærum og nóg af
smur- og hráolíu en hana höfðum við
blandað með steinolíu til að vera við-
búnir miklum kuldum, ef til kæmi.
Lilja, konan mín, sá um allan matar-
undirbúning og var maturinn bæði
mikill og góður, enda kann hún ekki að
búa til annað en góðan mat.
Lagt af stað
Nú var stundin upp runnin, fimmtu-
dagurinn 7. nóvember 1980. Við lukum
öllum okkar verkum um morguninn
enda var aldrei meiningin að leggja af
stað fyrr en eftir miðjan dag. Veður var
gott þennan morgun og það leit vel út
með veðrið. Við létum Svein í Lækjar-
túni vita hvað væri í vændum enda setti
ég allt mitt traust á hann ef eitthvað
kæmi fyrir hjá okkur í ferðinni. Nú var
allt til reiðu og ekkert að vanbúnaði,
allt komið inn í bílinn sem þar átti að
vera, sumt af farangrinum á toppnum
og svo var lítil kerra aftan í.
Þá er nú rétt að greina frá hverjir
ferðalangarnir voru í þessari eftir-
minnilegu ferð:
Ingólfur Guðmundsson, 53 ára, bóndi í
Króki
Valgarð Sigurðsson, 24 ára, úr
Reykjavík
Jón Halldór Bergsson, 15 ára,
heimaalinn í Króki.
Lappi, hundur í Króki.
Ekið til fjalla
Við ókum nú sem leið lá austur að
Landvegamótum og komum þar við,
sjálfsagt hefi ég keypt eitthvað gott
-66-