Goðasteinn - 01.09.1997, Side 158
Goðasteinn 1997
stöðum, næsta bæ hjá Skarði, allt sam-
kvæmt máldaga Oddastaðar frá [1270).
Til kirkju á Breiðabólsstað skyldi
greiða jafnmikið af þessum bæjum,
nema hvað geldingarnir máttu vera
yngri, og er þetta samkvæmt máldaga
frá [1332].22 Árin [1371] og [1397]
bregður hins vegar svo við að osthleif-
arnir frá Skarði eystra og Tjaldastöð-
um, sem gjalda skyldi á Breiðabóls-
stað, eru nefndir heithleifar. Aftur á
móti er áfram getið óbreytt um ost-
hleifa frá þessum bæjum í máldaga
Odda frá [1397].23 Til samanburðar má
taka að gjalda skyldi svonefnda heit-
fiska til Strandarkirkju við lok 14.
aldar.24 Kunnugt er um svonefnda
Maríufiska sem sjómenn guldu Maríu
eftir fyrsta róður og voru heitfiskar.25 Á
Breiðabólsstað var Maríukirkja en í
Odda Nikulásarkirkja, eins og í Skarð-
inu eystra. Nikulásartrúin hefur
kannski dvínað eitthvað í Skarði því að
fram kemur í máldaganum frá [1332], í
niðurlaginu sem vantar í fornbréfasafn-
inu (sjá nmgr. 14), að kirkjan þar á eina
Maríuskrift og síðan tvær samkvæmt
máldaganum frá [1397] en á ekkert
sem tengist Nikulási sérstaklega. Með
Maríuskriftum mun átt við myndir af
Maríu guðsmóður og sýnir þetta vænt-
anlega aukna tilbeiðslu Maríu í Skarði.
Er þess að minnast að bærinn í Skarði
féll í Heklugosinu árið 1300 og hraun
mun hafa flætt nærri bænum. Búpen-
ingur hríðféll í Rangárþingi í Heklu-
gosinu árið 1341 og þá rigndi víst
vikrinum yfir Skarð. Einhverjir gerðust
svo djarfir að nálgast eldspúandi gíginn
og bar fyrir þá merkilega sjón að sögn
annáls, “Þeim sýndust fuglar fljúga í
eldinum, bæði smáir og stórir, með
ýmsum látum. Hugðu menn vera
sálir”.26 Hefur ekki veitt af heitum á
Maríu og Skarðverjar munu hafa talið
hana veita mikla stoð því að býlið
slapp furðanlega, lengi vel.
I samtímaannál kemur skýrt fram að
Heklugos eyddi bæina Skarð eystra og
Tjaldastaði árin 1389-90. Mönnum
hefur þótt undarlegt að ekki skuli koma
neitt fram um það í Vilkinsmáldögum
frá 1397 að Skarðskirkja var komin
undir hraun; þar eru tilgreindar eigur
kirkjunnar og búnaður, eins og allt sé í
besta lagi. Hafa Jón Sigurðsson, Vigfús
Guðmundsson og fleiri skýrt þetta með
því að Skarð hafi ekki eyðst að fullu og
öllu fyrr en í Heklugosi um 1440 og
virtist þetta fá stoð í áðurnefndri frá-
sögn Jóns Egilssonar. Valgeir Sigurðs-
son taldi hins vegar að með Skarðs-
kirkju árið 1397 væri e.t.v. átt við bæn-
hús í Selsundi sem komið hel’ði í stað
kirkjunnar.27
Annar skýringarkostur er til, Jón
Sigurðsson benti líka á að hugsanlegt
væri að Vilkin biskup hefði aðeins látið
endurrita máldaga Mikkaels fyrirrenn-
ara síns en ræddi það ekki nánar. Sig-
urður Þórarinsson taldi þetta líka
hugsanlegt enda hafði hann enga trú á
að Skarð hefði ekki eyðst að fullu fyrr
en í einhverju óþekktu gosi um 1440.
Vigfús trúði því hins vegar ekki að
Vilkin biskup hefði verið slíkur auli,
eins og hann segir, að taka upp óbreytt-
an máldaga fyrirrennara síns án athuga-
-156