Goðasteinn - 01.09.1997, Síða 286
ANNÁLAR
Goðasteinn 1997
Dánir
Gústaf ólst upp hjá foreldrum sín-
um í stórum systkinahópi. Voru þau
systkinin 9 alls, en af þeim eru 3 látin
með fráfalli Gústafs, auk hans drengur
sem lést á 1. ári og Jónína Guðrún
húsfreyja á Torfastöðum sem lést á 43.
ári 1966. Var hún næstyngst en Gústaf
yngstur systkinanna. Hin systkinin eru
í aldursröð talin: Gunnar, Ingibjörg,
Þóra, Pálína, Guðrún og Sigurbjörg.
Auk barna sinna ólu foreldrar Gústafs
einnig upp þrjá fóstursyni, þar af tvo
dóttursyni sína.
Þegar eldri systkinin héldu af stað
út í heiminn hvert af öðru var Gústaf
áfram heima og vann búi foreldra
sinna öll sumur, en tók jafnframt að
stunda vinnu hjá öðrum um aðra tíma
ársins. Hann vann þá hjá Skógræktinni
á Tumastöðum, ók vörubíl í vega-
vinnu, var eina vertíð í Sandgerði en
einnig stundaði hann múrverk og aðra
byggingarvinnu og loks vann hann um
tíma við grasmjölsverksmiðjuna að
Stórólfsvöllum.
Árið 1961 urðu mikil þáttaskil í lífi
Gústafs en þá eignaðist hann sinn iífs-
förunaut, Kristínu Stefánsdóttur frá
Reyðarfirði. Stofnuðu þau heimili sitt
fyrst á Lambalæk en voru síðan á Efri-
Þverá 1 ár. I fardögum 1962 hófu þau
svo búskap á Eystri-Torfastöðum.
Kristín átti tvo unga syni þegar hún
kom í Fljótshlíðina, Valgeir Rúnar þá
6 ára og Sveinbjörn Smára 3 ára. Gekk
Gústaf þeim í föðurstað og reyndist
þeim svo sem hans eigin synir væru og
ólust þeir upp hjá honum og móður
sinni uns þeir uppkomnir héldu út í
lífið á eigin spýtur.
Jafnframt búskapnum á Torfastöð-
um stundaði Gústaf lengst af vinnu
utan heimilis, fyrstu árin við verk-
smiðjuna á Stórólfsvöllum en frá 1966
fer hann að vinna með Braga Runólfs-
syni byggingameistara á Miðhúsum og
Karli Þorkelssyni á Arngeirsstöðum.
Þeir þrír saman reistu fjölda bygginga,
bæði íbúðar- og útihús, víðs vegar um
Suðurland og sér handverka þeirra
lengi stað. Þeir voru mjög eftirsóttir til
starfa sökum traustra vinnubragða og
kappsemi við að koma verkum fram á
tilskyldum tíma. Varð þá vinnudag-
urinn ósjaldan snöggt um lengri en
skyldan bauð. Bragi Runólfsson stofn-
aði síðar ásamt öðrum byggingarfélag-
ið Ás og vann Gústaf áfram hjá því
fyrirtæki til 1984. Það ár veiktist hann
af hjartasjúkdómi sem háði honum
jafnan síðan. Eftir það vann hann
heima að búi sínu með dyggri aðstoð
Kristínar konu sinnar, en umhirða
búsins hafði verið mjög á hennar
höndum meðan Gústaf vann utan
heimilis. Var því jafnan vel borgið í
höndum Kristínar sem var jafnvíg á
störfin utan húss sem innan. Gott
nágrenni og samhjálp leysti líka
ýmsan vanda þegar á lá, en þau Gústaf
og Kristín áttu sinn drjúga þátt í að
móta þann góða anda í öllum sam-
skiptum. Slíkt er óendanlega dýrmætt,
ekki síst þar sem þétt er búið.
Þau Gústaf og Kristín byggðu upp
öll hús á jörð sinni þ.á m. vandað
íbúðarhús sem þau fluttu í fyrir jólin
1981. Þau bjuggu farsælu búi á Torfa-
stöðum í rúm 34 ár, en síðustu árin
voru Gústaf orðin erfið vegna hnign-
-284-