Goðasteinn - 01.09.1997, Side 281
ANNÁLAR
Goðasteinn 1997
Dánir
þekktu og miklu brúar, sem nú liggur
yfir Ölfusá við Selfoss. Guðjón átti svo
margt starfið við síldargeymana á
Siglufirði. Þegar hann var sendur til að
gera við síldargeyma, þá vissu allir,
hve það var erfitt og óheilnæmt starf,
að fara þar inn og vinna. En viðkom-
andi yfir- og ráðamenn vissu líka, hver
hefði þekkinguna, áræðið og vand-
virknina. Slíkum manni treystu þeir.
Þess vegna var svo algengt að leitað
væri til Guðjóns við slíkar aðstæður.
Og þá var ekki heldur hættulaust né
auðvelt að vinna við uppsetningu drátt-
arbrauta Slippfélagsins í Reykjavík.
Þar þurfti fullkomna þekkingu og
vandvirkni. Þess vegna var Guðjón
kapaður þar til. Eitt sinn, er Guðjón var
að vinna við skip, féll hann á milli
skips og bryggju. Lengi á eftir gekk
hann með opið sár á öðrum fæti, sem
greri svo loks vegna góðrar aðhlynn-
ingar eiginkonu hans. Hún var líka
kona birtunnar og gróandans eins og
fögru hannyrðirnar hennar sýna og
einnig skraut-og trjágarðarnir hennar
tveir í Vestri-Tungu. En þangað fluttust
þau frá Reykjavík árið 1950. Stóð
heimili þeirra þar síðan og var hann þá
bæði bóndi og járnsmiður. Um 1960
hóf svo Guðjón störf í Vélsmiðju
Kaupfélags Rangæinga á Hvolsvelli.
Hann vann þar æ síðan og vegna hæfni
sinnar og sérstakra hæfileika starfaði
hann þar fram yfir hin venjulegu
aldursmörk og hætti fyrir um 9-10
árum eftir langa og dygga þjónustu.
Börn þeirra Guðjóns og Júlíu eru:
Guðrún Stefanía í Reykjavík, Ólafur
skólabílstjóri í Vestur-Landeyjum
ásamt öðrum störfum í Vestri-Tungu og
Sigrún Erla á Hellu. Barnabörnin eru
fjögur og eitt barnabarnabarn.
Oft heyrði ég Guðjón nefndan þús-
undþjalasmið, sem allt léki í höndunum
á og stundvís var hann, hógvær og
prúður. Þegar hann var hér áður fyrr að
hnoða nagla við skipaviðgerðir, þurfti
venjulega tvo til þess að vinna á móti
honum. Hann var traustur og gaman-
samur, hlýr og tryggur og gerði aldrei á
annarra hlut. Heimilið hans var gest-
risið og fagurt.
Eftir að hafa dvalist í stuttan tíma á
Dvalarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvols-
velli, andaðist hann í Sjúkrahúsi Suður-
lands 7. janúar 1996, 85 ára að aldri.
Utför hans var gerð frá Akureyjarkirkju
um það bil viku síðar.
Hinn heimsfrægi spekingur Lao-Tse
sagði margt, sem bregður athyglisverðu
ljósi á Guðjón og frábæran árangur
hans í starfi: „Himinn og jörð eiga sér
langa ævi, vegna þess að þau lifa ekki
sjálfum sér. Þannig er hinn vitri —
hann tranar sér ekki frarn og verður
fyrir því fremstur; hann hirðir ekki um
sjálfan sig, en hlýtur samt langa ævi.
Mun það ekki stafa af því, að hann lifir
ekki sjálfum sér? Þess vegna getur
hann fullkomnað starf sitt“.
Si: Páll Pálsson á Bergþórshvoli
-279