Goðasteinn - 01.09.1997, Side 183
Goðasteinn 1997
sem seljarústirnar eru nú, svo og hve
auðvelt er að ríða þar upp í fjallið.
Innstusel eru í um það bil 300 m
hæð yfir sjó, sem er ærið hátt við ís-
lenskar aðstæður. Gagnkunnugur og
athugull maður, Skúli Guðmundsson á
Keldum, var samt í engum vafa um, að
ekkert annað bæjarstæði geti komið til
greina, sem heitið geti „undir Þríhyrn-
ingi“. Hann bendir á, að þrátt fyrir
allmikla hæð yfir sjó, sé þarna veður-
sæld. Hann vísar í eigin reynslu og
Jónasar Arnasonar á Reynifelli (sjá á
eftir) þessu til stuðnings. Raunar segir
hann, að í Innstuseljum hafi jafnframt
verið haft í seli frá Kollabæ, enda þótt
selin hafið verið kennd við Kirkjulæk.
Hann segir einnig frá konu, sem enn
var á lífi 1932 og var þar í seli á yngri
árum(12,13). Þetta merkir, að óvenju
lengi hafi verið haft í seli undir Þrí-
hyrningi, sem aftur segir, að þar hafi
verið (eða sé) mjög landgott.*
Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi
fór að skoða seljarústirnar sumarið
1901 í fylgd Jónasar á Reynifelli(14).
Honunt segist svo frá: „Segist Jónas
lengi hafa veitt því eftirtekt, að þar sé
alls eigi svo illviðrasamt sem þar er
hálent, og þó snjósamt sé, blási úr
brekkunum fyrir ofan og muni þar hafa
verið allgóð vetrarbeit meðan þar var
skógur og gróður. Fallegt túnstæði
hefir þar verið og bæjarstæði. Rennur
þar lækur ofan og er seltóftabungan á
bakka hans. Hún var nál. 12 faðm. löng
og 6-7 faðm. breið, en há að tiltölu, því
hvert selið hefir verið byggt á annars
rústum, og eru efstu tóftirnar allný-
legar. Undir öllu þessu getur hæglega
falist allstór bæjarrúst.“ - Heitið sel-
tóftabunga hittir hér alveg í mark, svo
hátt rísa rústirnar.
Sami höfundur bendir einnig á, að
bærinn „undir Þríhyrningi“ hafi síður
en svo verið úr leið, meðan byggð hélst
um ofanverða Rangárvelli, þar eð leið-
in milli efsta hluta Rangárvalla og
Fljótshlíðar lá þar fram hjá. Þess sjást
enn greinileg merki, þegar farið er yfir
Þjófaá á vaði og niður að Fiská, að þar
hefur verið margförult (sjá mynd 3).
Haraldur Matthíasson(15), sem er
maður margfróður og gerkunnugur um
land allt, lýsir rústunum svo (1984):
„Þar er rústabunga mikil og hafa sýni-
* Oddgeir frá Tungu ber brigður á þáfrásögn Skúla Guðmundssonar, að Kollabær hafi einn-
ig átt selstöðu í Innstuseljum, þar eð Kollabœr hafi aldrei átt land austur fyrir Tómagil. Þar tekur
við Kirkjulœkjarland (sbr. einnig mynd 3). Oddgeir ber einnig brigður á, að selkona, sem verið
hefði ung í seli í Innstuseljum, hafi verið á lífi 1932 (kona þessi var langamma Sigurþórs Ólafs-
sonar í Kollabœ, en ekki móðir hans eins og Skúli Guðmundsson segir). Hann telur með góðum
rökum, að selstaða hafi ekki haldist þarna eftir 1850. Þetta breytir þó ekki þeirri meginályktun, að
óvenjulega lengi hafi verið haft í seli í Innstuseljum(17).
-181-