Goðasteinn - 01.09.1997, Síða 202
Goðasteinn 1997
eigi á sannindi þessa sagna annan
veg en svo sem hér finnst í upphafi
bókar (Edda 1931:86).
Þessi klausa er að öllum líkindum úr
upphaflegum inngangsorðum Snorra
fyrir Skáldskaparmálum; þar kemur
fram tilgangur verksins, intentio auc-
toris eins og latínumenn kölluðu þetta í
skólabókum og töldu nauðsynlegt að
hafa í formála. Samkvæmt orðanna
hljóðan þurfti heila ritsmíð um sköpun
heimsins og endalok til þess að geta
skilið hulin fornyrði. Gylfaginning á að
svipta hulunni af fornum kenningum
og heitum. Skáldskaparmál af því tagi
nefndu miðaldamenn, einkum franskir
heimspekingar á 12. öld, integumen-
tum, hulu. í skáldskap og heimspeki
varð að lyfta þessari hulu af til að kom-
ast að kjarna hvers máls, finna merk-
inguna. Þetta vakir ugglaust fyrir
Snorra. Honum var líka ljóst að í skáld-
skap voru fólgin sannindi. Það kemur
m. a. fram í Ynglinga sögu; þar flytja
skáldin að hans hyggju guðlegan sann-
leik, hvort sem sá guð var heiðinn eða
kristinn, og e. t. v. hefur hann þekkt
þau orð sem prédikarinn í Islensku
hómilíubókinni notar um guðspjalla-
menn, þeir voru guðspjallaskáld og í
þvf orði er ekki fólgin svo lítil viður-
kenning á störfum skáldsins og túlkun
þess á alheiminum.
Þó að Edda sýni ljóslega á hvern
hátt Snorri hefur vinsað hið hesta úr
latínumenntum sinnar tíðar og með
allmiklum líkindum megi þakka það
veru hans í Odda og námi hans þar,
fóstri hans með landshöfðingjum 12.
aldar, þá er Ólafs saga helga hin sér-
staka og Heimskringla ekki síðri vitnis-
burður um lærdóm hans og menntun.
Því hefur verið haldið fram að
Snorri hafi umfram allt verið eins kon-
ar ritstjóri; hann hafi safnað saman efni
úr ólíkum ritum og fellt í eina heild.
Þetta á einkum við Heimskringlu.
Fræðimenn hafa meira segja rakið
heimildir hans lið fyrir lið eftir varð-
veittum sögum; að því efni hafa svo
aðrir menn komið og ályktað: ekki
þyrfti hann mikinn skólalærdóm til
þess háttar blekiðju. Enskur fræði-
maður, Anthony Faulkes að nafni,
hefur einnig lagt áherslu á þá staðreynd
sem ég benti á í doktorsriti mínu fyrir
allmörgum árum, að í riti Snorra og þá
einkum í formála hans að Heims-
kringlu bregði ekki fyrir berum mál-
brögðum úr mælskufræði. Þetta taldi
Faulkes vera m. a. merki um að Snorri
hefði haft mjög litla þekkingu á latínu
og mælskufræði (1993:59-76). Faulkes
hefur hins vegar sést yfir að skóla-
lærdómur og latínumennt þarf ekki að
vera fólgin í því að kunna að bregða
fyrir sig málbrögðum heldur einnig í
því hvernig höfundar íslenska það sem
þeir hafa lært. I formála Heimskringlu
eru t. d. augljós merki um svör við
spurningum þeim sem ég nefndi áðan,
úr kenningunni um circumstantiae, en
stytt niður í þrjá þætti, tíma (hvenær)
stað (hvar) og persónur (hver), sem í
þessu tilviki er fornafnið eg, en því
miður kemur nafnið sjálft hvergi fram í
miðaldaheimildum.
-200-