Goðasteinn - 01.09.1997, Side 267
ANNÁLAR
Goðasteinn 1997
Dánir
HJÓNAMINNING:
/
Arni Jónsson og Þorgerður
Vilhjálmsdóttir frá Holtsmúla, Landi
Árni Jónsson fæddist í Holtsmiila á
Landi þann 17. júní 1896, sonur hjón-
anna Jóns Einarssonar bónda í Holts-
múla og Gíslunnar Árnadóttur. Hann
var þriðji í röð 10 systkina, en þau eru
auk hans; Páll sem var elstur og sonur
fyrri konu Jóns sem hann missti, Helgi,
Árni, Theódór, Gíslunn, Guðný, Jón,
Guðrún og Olafur.
Árni ólst upp í Holtsmúla í stórum
systkinahópi og vari foreldra. Þar sleit
hann barnsskónum og þar skilaði hann
lífsstarfinu. Snemma fór hann að sjá
fyrir sér og 11 ára gamall gerðist hann
vinnumaður í Svínhaga á Rangárvöll-
um. Hann vann ýmis störf heima og
heiman uns faðir hans andaðist árið
1915 að hann kom heim og vann að
búinu og tók alfarið við því 1920. Það
sama ár kvæntist Árni fyrri eiginkonu
sinni Ingiríði Oddsdóttur f. 13. maí
1887. Börn þeirra á lífi eru: Oddur f.
1921, Jóna Gíslunn f. 1922, Inga
Guðrún f. 1923, Guðmunda f. 1924,
Ingibjörg f. 1925, Lilja f. 1926 og
Ágúst f. 1930. Konu sína missti Árni
24. febrúar 1937.
Rúmum áratug síðar réðist til hans
sem ráðskona seinni kona hans Þor-
gerður Vilhjálmsdóttir frá Hamri í
Gaulverjabæjarhreppi. Hún var fædd
27. febrúar 1918, dóttir hjónanna Þór-
arins Vilhjálms Guðmundssonar bónda
þar og Helgu Þorsteinsdóttur. Hún var
næstyngst átta barna, en sjö þeirra
komust til fullorðinsára. Þau eru: Guð-
mundur Ingvi f. 1905, d. 1983, Þor-
steinn f. 1907 en andaðist tæplega 2ja
mánaða, Friðfinnur f. 1909, d. 1975,
Ingunn f. 1912, d. 1990, Bjarni f. 1913,
Guðmundur f. 1915, þá Þorgerður og
Þórarinn Vilhjálmur Helgi f. 1921. Hún
ólst upp í foreldrahúsum, og naut hefð-
bundinnar barnafræðslu svo sem tíðk-
aðist á þeim árum. Hún réði sig um
tíma í vist til Reykjavíkur en árið 1948
kom hún að Holtsmúla og tókust með
þeim Árna ástir og hinn 27. júlí 1952
gengu þau í hjónaband. Eignuðust þau
soninn Þorstein, f. 23. október 1949, en
fyrir átti Þorgerður dótturina Helgu f.
15. ágúst 1945 og gekk Árni henni í
föðurstað. Þorgerður varð Árna traustur
lífsförunautur frá hinu fyrsta, velviljuð
og góð fjölskyldu hans og reyndust þau
hvort öðru stoð og hlíf.
Þau hjónin bjuggu í Holtsmúla allt
til ársins 1964 að þau fluttn á Selfoss
og áttu þar heimili sitt upp frá því. Árni
hóf störf hjá Kaupfélagi Árnesinga þar
sem hann var um nokkurra ára bil og
um tíma var hann við fiskvinnslu á
Eyrarbakka.
-265-